,

Úrslit í VHF leikum og TF útileikunum 2012

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX með ágrafinn verðlaunaskjöld sem sigurvegari í TF útileikunum 2012 og tilheyrandi viðurkenningarskjal, ásamt viðurkenningarskjali fyrir Guðrúnu Hannesdóttur TF3GD (XYL TF3DX) sem einnig tók þátt í útileikunum. Ljósmynd: TF3LMN.

Guðmundur Löve, TF3GL, umsjónarmaður VHF leikanna og Bjarni Sverrisson, TF3GB,umsjónarmaður TF útileikanna, kynntu úrslit í hvorum viðburði fyrir sig í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 4. október s.l. Sigurvegarar voru afgerandi í báðum viðburðum, annars vegar Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, í VHF leikunum og hins vegar Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, TF3DX, í TF útileikunum.

Fram kom hjá TF3GL, að þátttakan í VHF leikunum hafi farið fram á fimm mismunandi tíðnisviðum, þ.e. 50 MHz, 70 MHz, 144 MHz, 430 MHz og 1,2 GHz. Hann sýndi áhugaverðar Power Point glærur með upplýsingum úr leikunum, m.a. yfirlit yfir lengstu samböndin (sjá mynd neðar). Guðmundur sagði að þátttakan sýndi að VHF leikarnir væru komnir til að vera. TF3BG ræddi nokkuð reglur útileikanna og
ábendingar um hugsanlegar breytingar á þeim. Fram kom hjá þeim félögum, að hvora helgi fyrir sig hafi alls 16 leyfishafar verið QRV, þótt heldur færri hafi skilað inn dagbókum. Kvöldið var vel heppnað og mættu alls 26 félagsmenn á staðinn.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Guðmundi Löve, TF3GL og Bjarna Sverrissyni, TF3GB, fyrir góð störf og óskar sigurvegurunum, þeim Ólafi B. Ólafssyni, TF3ML og Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, innilega til hamingju með árangurinn. Bestu þakkir ennfremur til Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem útbjó viðurkenningaskjöl útileikanna og til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir meðfylgjandi ljósmyndir.

Guðmundur Löve TF3GL kynnir úrslit fyrstu VHF leikanna sem haldnir voru í júlí s.l.

Bjarni Sverrisson TF3GB kynnti úrslit í 32. TF útileikunum sem haldnir voru í ágúst s.l. Á myndinni afhendir hann Vilhjálmi Þór Kjartanssyni TF3DX, sigurvegaranum 2012, ágrafinn verðlaunaskjöld

Áhugaverðar upplýsingar. Sjá m.a. upplýsingar um sambönd yfir 115 km vegalengd á 1,2 GHZ.

(Ljósmyndir: Jón Svavarsson, TF3LMN.)

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − two =