,

Ólafur TF3ML verður með fimmtudagserindið

Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 18. október n.k. Þá mætir Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, í Skeljanes með erindi sitt: „Að smíða færanlegt fjarskiptavirki”.

Eins og kunnugt er, lauk Ólafur við smíði sérstakrar fjarskiptabifreiðar fyrr á þessu ári. Bifreiðinni fylgir sérhönnuð kerra með áföstum loftnetsturni sem reisa má í allt að 28 metra hæð. Búnaðurinn var til sýnis á árlegum viðburði Í.R.A. í tengslum við Alþjóðlegu vita- og vitaskipahelgina sem haldinn var við Garðskagavita,
18.-19. ágúst s.l. Þá veitti Ólafur félaginu liðsstyrk með láni á búnaðinum til félagsstöðvarinnar í SAC SSB keppninni um síðustu helgi.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn að mæta tímalega. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Kaffiveitingar.

Mynd frá Alþjóðlegu vita- og vitaskipahelginni 2012 á Garðskaga. Fjarskiptabifreið TF3ML og loftnetsturn í forgrunni. Turninn var reistur í 25 metra hæð.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + 8 =