Entries by TF3JB

,

Líklega fyrsta TF-OY QSO á 70 MHz

Þann 2. júlí náðist líklega fyrsta sambandið á milli Íslands og Færeyja á 70 MHz. Þeir sem höfðu sambandið voru Stephan Senz, TF/DL3GCS og Jan Egholm, OY3JE. Sambandið var haft á MS; QRG 70.169.9 MHz og JT6M teg. útgeislunar. Fram kom í tölvupósti frá Jan í dag, að sambandið hafi alls tekið 1,5 klst. Hann […]

,

Vinnutíðnir komnar fyrir JX5O DX-leiðangurinn

Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík á morgun, laugardaginn 2. júlí og síðan verði farið til Dalvíkur á mánudag. Í framhaldi, verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi sama dags (4. júlí). Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á […]

,

IARU HF Championship keppnin nálgast

IARU HF Championship keppnin 2011 fer fram helgina 9. og 10. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er áhugaverð keppni og að mörgu leyti aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín […]

,

CQ WPX RTTY DX keppnin 2011, niðurstöður

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 12.-13. febrúar 2011. Alls sendu fjórar TF stöðvar inn keppnisdagbækur. Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild, eða 933,500 stig. Að baki þeim […]

,

Stafvarpinn TF3RPG er QRV frá Skeljanesi

APRS stafvarpinn TF3RPG er QRV á 144.800 MHz frá félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði sérstöku kallmerki fyrir stöðina, TF3RPG, þann 10. júní s.l. Vinna við uppsetningu APRS stafvarpa í fjarskiptaherbergi félagsins hófst þann 2. apríl s.l. með uppsetningu nýs APRS loftnets. Í framhaldi var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafvarpa- […]

,

Góður gestur í heimsókn í Skeljanesi

Góður gestur kom í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 23. júní. Það er Robert G. Chandler, VE3SRE. Hann er hér á rúmlega viku ferðalagi ásamt eiginkonu sinni í fríi en þau hjón eru bústett í Toronto í Kanada. Bob hefur verið leyfishafi í rúmlega tvo áratugi (frá 1990) og er áhugamaður um keppnir og hefur […]

,

Pöntun gerð á “lvb tracker” frá AMSAT fyrir TF3IRA

Gerð hefur verið pöntun fyrir TF3IRA á svokölluðum “LVB Tracker” frá AMSAT. Um er að ræða viðmót til tengingar á milli fjölstillisins fyrir Yaesu G-5400B sambyggða rótorinn og Dell 566 PC-tölvu félagsins. AMSAT hefur selt þennan búnað frá árinu 2007 og hefur hann komið vel út og notið vinsælda. Þegar búnaðurinn kemur til landsins og […]

,

PFS hefur úthlutað nýjum kallmerkjum

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum: Kallmerki Leyfi Leyfishafi / önnur not Staðsetning stöðvar Skýringar TF2MSN N-leyfi Óðinn Þór Hallgímsson 300 Akranes Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011 TF3ED G-leyfi Arnþór Þórðarson 200 Kópavogur Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011 TF3NAN N-leyfi Haukur Þór Haraldsson 109 Reykjavík Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011 TF3PLN […]

,

DX sambönd frá TF á 70 MHz

Á þyrpingu (e. cluster) mátti sjá eftirfarandi upplýsingar um QSO sem Stephan, DL3GCS, hafði í nágrenni við Þorlákshöfn sem TF/DL3GCS á milli kl. 15:43 og 16:27 (18. júní s.l.): OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS QRG corr. 1627 18 Jun Iceland OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS Correct QRG 1624 18 Jun Iceland OZ9PP-@ 70200.0 TF/DL3GCS 599 es 1621 18 Jun […]

,

Vel heppnuð heimsókn Claude, FM5CY og XYL

Góðir gestir komu í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 16. júní. Það voru Claude og Francine Golcman frá eyjunni Martinique. Claude hefur verið leyfishafi frá 1983 og er áhugamaður um neyðarfjarskipti, en hann var yfirmaður almannavarna í landinu þar til fyrir tveimur árum er hann fór á eftilaun. Þau hjón sýndu myndir frá heimalandi sínu […]