,

Góður gestur í heimsókn í Skeljanesi

Talið frá vinstri: Bjarni Sverrisson, TF3GB; Guðmundur Löve, TF3GL; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; Benedikt Guðnason, TF3TNT; Robert (Bob) Chandler, VE3SRE; Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Bjarni Magnússon, TF3BM; og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB. Ljósmynd: Jónas Bjarnason, TF2JB.

Góður gestur kom í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 23. júní. Það er Robert G. Chandler, VE3SRE. Hann er hér á rúmlega viku ferðalagi ásamt eiginkonu sinni í fríi en þau hjón eru bústett í Toronto í Kanada. Bob hefur verið leyfishafi í rúmlega tvo áratugi (frá 1990) og er áhugamaður um keppnir og hefur t.d. fengið úthlutað sérstöku kallmerki fyrir keppnisþátttöku, sem er VA2SRE (þegar hann tekur þátt í keppnum frá sérstakri aðstöðu sem hann hefur í Quebec). Hann er annars félagi í hópi radíóamatöra sem taka sig árlega saman um þáttöku í stærstu alþjóðlegu keppnunum, m.a. CQ World-Wide og segir hann, að í CQ keppnunum geri þeir yfirleitt ferðir innan Kanada í CQ svæði 2 (e. zone) sem er sjaldgæfur margfaldari; t.d. til VE2/VO2 (Labrador)/VE8 (Nunavut) o.fl. Bob sagði að þau hjón væru yfir sig hrifin af landi og þjóð og ætla að koma aftur sem allra fyrst.

Stjórn Í.R.A. þakkar Bob fyrir innlitið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − two =