,

Pöntun gerð á “lvb tracker” frá AMSAT fyrir TF3IRA

Gerð hefur verið pöntun fyrir TF3IRA á svokölluðum “LVB Tracker” frá AMSAT. Um er að ræða viðmót til tengingar á milli fjölstillisins fyrir Yaesu G-5400B sambyggða rótorinn og Dell 566 PC-tölvu félagsins. AMSAT hefur selt þennan búnað frá árinu 2007 og hefur hann komið vel út og notið vinsælda. Þegar búnaðurinn kemur til landsins og hefur verið tengdur, verður möguleiki til VHF/UHF fjarskipta um gervitungl radíóamatöra frá félagsstöðinni loks komin í endanlegt horf. Þess er að vænta að TF3IRA verði þannig að fullu QRV í júlímánuði n.k. Búnaðurinn kostar $200 á innkaupsverði.

Stutt yfirlit yfir gervihnattabúnað TF3IRA: VHF/UHF loftnet eru frá framleiðandanum M2 og eru hringpóluð Yagi loftnet. VHF netið er af 2MCP14 gerð; 14 staka með 10.2 dBdc ávinningi. UHF loftnetið er af 436CP30 gerð; 30 staka með 14.15 dBdc ávinningi. Rótorinn er af tegundinni Yaesu G-5400B sem er sambyggður rótor fyrir lóðréttar og láréttar loftnetastillingar. Með honum fylgir fjölstillikassi (e. Elevation Azimuth Dual Controller), stýranlegur frá tölvu. VHF og UHF formagnarar stöðvarinnar eru frá SSB-Electronic. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suðhlutfall á UHF. Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð félagsins er notuð til fjarskipta um gervitungl og er hún 100W á 144-146 MHz og 50W á 430-440 MHz.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 5 =