,

DX sambönd frá TF á 70 MHz

70 MHz tíðnibreytir með 25W aflmagnara (hönnun OZ2M); smíðaður af Michael, OH2AUE (sjá nánari upplýsingar neðst á síðunni).

Á þyrpingu (e. cluster) mátti sjá eftirfarandi upplýsingar um QSO sem Stephan, DL3GCS, hafði í nágrenni við Þorlákshöfn sem TF/DL3GCS á milli kl. 15:43 og 16:27 (18. júní s.l.):

OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS QRG corr. 1627 18 Jun Iceland
OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS Correct QRG 1624 18 Jun Iceland
OZ9PP-@ 70200.0 TF/DL3GCS 599 es 1621 18 Jun Iceland
MM5AJW 70197.0 TF/DL3GCS tnx qso!! 1619 18 Jun Iceland
G6HIE 70196.0 TF/DL3GCS IO90ST<ES>HP93 559 1616 18 Jun Iceland
OZ2OE 70197.0 TF/DL3GCS JO45VV<es>HP93DT 55-57 – still 1601 18 Jun Iceland
PA5DD 70196.8 TF/DL3GCS CQ CQ no takers 1558 18 Jun Iceland
PA5DD 70196.8 TF/DL3GCS hrd > jo22iv 1547 18 Jun Iceland
DJ9YE 70197.0 TF/DL3GCS 559 in JO43hv 1543 18 Jun Iceland

Líklegast er um að ræða fyrstu DX samböndin á 70 MHz á núverandi leyfistímabili, sem tók gildi 19. febrúar 2010. Stephan, DL3GCS, fékk heimild Póst- og fjarskiptastofnunar í mars s.l. til að gera tilraunir í 70 MHz sviðinu hér á landi í júní og júlí.

Einar Pálsson, TF3EA (sk) stundaði tilraunir á 70 MHz og hafði heimild til að nota bandið til MS tilrauna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum í 1. tbl. CQ TF 1970, hafði hann fyrsta DX sambandið á MS á 4 metrunum þann 27. júní 1969. Það var við breska radíóamatöra, þ.e. G3JVL og síðan G8LY. Hugsanlegt er, að aðrir leyfishafar hafi fengið heimildir til að nota 70 MHz frá því Einar heitinn stundaði sínar tilraunir, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Áhugavert væri að frétta ef einhverjir muna slíkt, en Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, telur sig jafnvel muna eftir skrifum um virkni frá TF á 70 MHz í RadCom blaðinu fyrir einhverjum árum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér 70 MHz tíðnisviðið, má benda á grein um 4 metra bandið, sem birtist í 2. tbl. CQ TF 2010 (bls. 22-26). Þar kemur m.a. fram, að tíðnibreytar frá Bo Hansen, OZ2M, eru fáanlegir (ósamsettir) á €131 (um 22 þúsund krónur) og hefur hann þegar selt yfir 300 breyta. Hann býður einnig 25W magnara (ósamsetta) fyrir 4 metra bandið sem kosta €136. Myndin efst í fréttinni er einmitt af slíkum sambyggður tíðnibreyti og 25w RF magnara.

Vilhjálmur, TF3VS, bendir á, að þeir félagar Juha, OH2NLT og Matti, OH7SV, sem hanna Juma græjurnar, hafi tilkynnt í maílok að þeir væru á næstunni að setja 4m sendiviðtæki í sölu sem ósamsett íhlutasett. Þeir eru ekki búnir að verðleggja það en lofa að verðið verði mjög aðlaðandi. Þetta er ekki SMD hannað og þeir taka einmitt fram að samsetning eigi að vera flestum auðveld. Sjá hlekk: http://www.nikkemedia.fi/juma-fm70/

Bestu þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB og Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS, fyrir góðar ábendingar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × four =