,

Vel heppnuð heimsókn Claude, FM5CY og XYL

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Frá vinstri (standandi): Claude Golcman, FM5CY; Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Jónas Bjarnason, TF2JB; Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB; Benedikt Sveinsson, TF3CY og Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA. Sitjandi: Francine Golcman, XYL FM5CY. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

Góðir gestir komu í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 16. júní. Það voru Claude og Francine Golcman frá eyjunni Martinique. Claude hefur verið leyfishafi frá 1983 og er áhugamaður um neyðarfjarskipti, en hann var yfirmaður almannavarna í landinu þar til fyrir tveimur árum er hann fór á eftilaun. Þau hjón sýndu myndir frá heimalandi sínu og svöruðu mörgum spurningum. Hrafnhildur Heimisdóttir (dóttir Heimis Konráðssonar, TF1EIN) túlkaði erindið úr frönsku yfir á íslensku og kom það mjög vel út. Kærar þakkir Hrafnhildur.

Frá vinstri: Francine Golcman, Hrafnhildur Heimisdóttir og Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA. Ljósmynd: TF3LMN.

Martinique (eða Martíník) er eyja í Karíbahafi, hluti af Litlu-Antillaeyjum. Hún er franskt umdæmi (handan hafsins) og hérað í Frakklandi. Íbúar eru um 400.000. Þar sem Martinique er hluti af Frakklandi (frá 1635) er hún hluti af Evrópusambandinu. Opinbert tungumál er franska (þótt margir eyjaskeggjar tali jafnframt “franska kreólsku” (Créole Matiniquais). Um 8 klst. flugtími er frá Frakklandi til landsins.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim hjónum fyrir ánægjulega kvöldstund í Skeljanesi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − 8 =