Entries by TF3JB

,

TF útileikarnir, skiladagur dagbóka er 31. ágúst n.k.

Frestur til að skila fjarskiptadagbókum (eða afritum þeirra) fyrir QSO í útileikunum, rennur út miðvikudaginn 31. ágúst n.k. Engar kröfur eru um að menn reikni stig sín sjálfir (frekar en þeir vilja) því það verður hvort eð er gert af þeim sem fara yfir dagbækurnar. Framsetning dagbókarfærslna er tiltölulega frjáls og því er unnt að […]

,

Veðurblíða á Vita- og vitaskipahelginni á Garðskaga

Vita- og vitaskipahelgin fer fram við Garðskagavita nú um helgina. Fyrstu félagsmennirnar mættu suður eftir þegar á miðvikudag, en vitasúpan fræga verður framreidd stundvíslega kl. 12 á hádegi í dag (laugardag). Það eru þau Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX og XYL Birna, sem hafa undirbúið þessa kraftmiklu súpu af kostgæfni. Gulli sagði, að lykillinn að gæðum […]

,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Líkt og skýrt var frá á þessum vettvangi þann 7. júlí s.l., kallaði Póst- og fjarskiptastofnun nýlega eftir samráði við hagsmunaaðila um nýja tíðnistefnu til næstu fjögurra ára, 2011-2014. Skjal stofnunarinnar þessa efnis, auk sérstaks umræðuskjals um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða, hefur verið til birtingar á heimasíðu stofnunarinnar frá 1. júlí s.l. og er […]

,

Undirbúningur Vitahelgarinnar 2011 á fullu

Þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, lögðu upp frá félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi nú síðdegis, þann 17. ágúst, með dót frá félaginu til nota á Vita- og vitaskipahelginni við Garðskagavita um helgina. Meðferðis var samkomutjald félagsins, borð, stólar, Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð ásamt aflgjafa, borðhljóðnema og morslyklum, auk Ten Tec loftentsaðlögunarrásar, kóax […]

,

TF3RPC QRV á ný

Endurvarpsstöðin TF3RPC (Einar) varð QRV á ný í dag, þriðjudaginn 16. ágúst, kl. 14:00 og annaðist Sigurður Harðarson, TF3WS, tenginguna. Ástæða þess að endurvarpinn hefur verið úti að undanförnu er, að unnið var að breytingum og endurnýjun raflagna í þeim hluta byggingarinnar þar sem hann er staðsettur. Ekki þurfti að færa til loftnet og er […]

,

Vita- og vitaskipahelgin er um næstu helgi, 20.-21. ágúst

Hin árlega Vita- og vitaskipahelgi verður haldin helgina 20. til 21. ágúst n.k. við Garðskagavita, nú annað árið í röð. Aðstæður suður frá eru hinar ákjósanlegustu, góð aðstaða fyrir fjölskyldur, m.a. frí tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk W.C. aðstöðu. Miðað er við að flestir hafi komið sér fyrir eftir hádegi á […]

,

Sólríkur afmælisdagur í Skeljanesi

65 ár voru liðin frá stofnun Í.R.A. þann 14. ágúst. Í tilefni þess var haldið kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem bar upp á sunnudag) í aðstöðu félagsins í Reykjavík. Alls mættu rúmlega 60 manns í Skeljanesið og þáðu þjóðlegar veitingar, þ.e. rjúkandi kaffi, íslenskar vöfflur og pönnukökur með sultu, þeyttum rjóma, […]

,

Afmæliskaffi Í.R.A. er á morgun, sunnudag

Minnum á kaffiboðið fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í tilefni 65 ára afmælis félagsins á morgun, sunnudaginn 14. ágúst kl. 14 til 17. Boðið verður upp á íslenskar vöfflur og pönnukökur með þeyttum rjóma og vanilluís. Það er von stjórnar félagsins að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að koma við í Skeljanesinu og þiggja […]

,

Niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni 2010

Í ágústhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide SSB CW keppninni sem fram fór helgina 30.-31. október 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar stöðvar deilast á alls sex keppnisflokka (sbr. upplýsingar í meðfylgjandi töflu). Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur á […]

,

Í.R.A. verður 65 ára þann 14. ágúst n.k.

65 ár verða liðin frá stofnun félagsins Íslenskir radíóamatörar, Í.R.A., þann 14. ágúst n.k. Í tilefni þess hefur verið ákveðið að halda kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem ber upp á sunnudag) í félagsaðstöðunni við Skeljanes í Reykjavík. Byrjað verður kl. 14 og lýkur viðburðinum kl. 17. Boðið verður upp á íslenskar […]