,

TF Í.R.A. QSL Bureau hreinsar út

QSL kort félagsmanna innpökkuð og tilbúin til sendingar þann 7. janúar. Ljósmynd: TF3-Ø35.

Áramótaútsending korta frá TF Í.R.A. QSL Bureau (kortastofu) hefur farið fram. Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, QSL stjóri útsendra korta segir, að alls hafi farið sendingar á 130 kortastofur hjá landsfélögum radíóamatöra um allan heim í gær, mánudaginn 7. janúar. Að sögn Mathíasar, bíða þó tveir 2 kg. kassar til Þýskalands og Ítalíu sendingar (eftir nokkru viðbótarmagni korta). Þá hafi árið endanlega verið hreinsað upp.

Aðspurður sagði Mathías, að frá því hann tók við embættinu í júlí s.l., hafi alls verð póstlögð 28 kg af kortum til um 150 kortastofa um allan heim. Þegar þeir tveir kassar sem enn bíða sendingar fara í póst, verði þetta alls um 32 kg. korta.

Stjórn Í.R.A. þakkar Mathíasi Hagvaag, TF3-Ø35, fyrir vel unnin störf að QSL málum félagsmanna.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 − 3 =