,

TF3ZA fer í ferðalag um Afríkulönd

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hefur lagt upp í sex mánaða bifreiðaferðalag um Afríkulönd.
Um er að ræða 16 manna ferðahóp sem ferðast saman og notar uppgerðan 4X4 hertrukk af
gerðinni Bedford MK. Hópurinn lét úr höfn með ferjunni Norröna frá Seyðisfirði í gær, miðviku-
daginn 9. janúar og er takmarkið að enda ferðina í Cape Town í S-Afríku í lok júnímánaðar.

Jón Ágúst hefur í hyggju að vera QRV á amatörböndum á ferðalaginu og er ágætlega birgur af
tækjum og búnaði (en hann er eini leyfishafinn í hópnum). Jón er þegar kominn með leyfisbréf
í eftirtöldum DXCC löndum: CN, 5T, 6W, 3X, TU, 9G, 5V, TY, 5N, TJ, TR, TN, 9Q, 9J, Z2, A2
og ZS. Hann áætlar að verða QRV á 160-6 metrum, bæði á morsi og tali.

Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst góðrar ferðar og hvetur félagsmenn til að fylgjast með merkjum
frá honum á tilgreindum tímum og böndum, sbr. upplýsingar á vefsíðu hans sem sérstaklega
var sett upp vegna ferðarinnar.

Heimasíða ferðarinnar:
http://www.dxacrossafrica.com/about/

Sjá einnig þessa vefslóð:
http://my1stimpressions.com/2013/01/08/vikings-across-africa-across-the-southern-coast-o-iceland/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × one =