,

TF3W verður QRV í CQ WW 160m keppninni

Stefán Arndal TF3SA við lykilinn frá TF3W í síðustu SAC morskeppni. Ljósmynd: TF3JA.

Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í morshluta CQ World Wide 160 metra keppninnar sem haldin verður um næstu helgi, 25.-27. janúar. Fyrir liggur þegar þetta er skrifað, að þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG munu virkja stöðina. Að sögn Guðmundar, er ekki ólíklegt að fleiri leyfishafar komi til liðs við þá félaga í keppninni.

Notað verður 20 metra hátt færanlegt stangarloftnet TF3SG á 80 metrum sem þegar hefur verið flutt á staðinn og því breytt í svokallað „L loftnet á hvolfi” fyrir 160 metra bandið (líkt og áður hefur verið gert með ágætum árangri).

CQ World Wide 160 metra morskeppnin er 48 klst. keppni. Hún hefst föstudagskvöldið 25. janúar kl. 22:00 og lýkur sunnudagskvöldið 27. janúar kl. 22:00.

Nálgast má heimasíðu keppninnar á þessari vefslóð: http://www.cq160.com/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − 4 =