,

TF3ZA er kominn til Marokkó

Við Jökulsárlón þann 7. janúar s.l. á leið til Seyðisfjarðar. Jón Ágúst, TF3ZA, er annar frá hægri.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA og 15 manna ferðahópurinn sem lét úr höfn frá Seyðisfirði með ferjunni Norröna þann 9. janúar s.l., er nú kominn til Marokkó í Afríku, eftir akstur í gegnum Evrópu og ferjusiglingu frá Spáni. Þar með má segja að hið eiginlega sex mánaða bifreiðaferðalag hópsins um Afríkulönd sé hafið en takmarkið er að enda ferðina í Cape Town í S-Afríku í lok júnímánaðar.

Áður hefur komið fram, að Jón Ágúst hefur fengið útgefin leyfisbréf í þessum DXCC löndum: CN, 5T, 6W, 3X, TU, 9G, 5V, TY, 5N, TJ, TR, TN, 9Q, 9J, Z2, A2 og ZS. Það gæti því verið, að CN/TFF3ZA fari að heyrast á böndunum hvað og hverju. Mönnum er bent á að fylgjast með á þyrpingu (e. cluster). Upplýsingar um tíðnir eru gefnar á heimasíðu ferðarinnar (sjá neðar).

Heimasíða ferðarinnar: http://www.dxacrossafrica.com/about/

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − fifteen =