,

IARU HF Championship keppnin nálgast

IARU HF Championship keppnin 2011 fer fram helgina 9. og 10. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er áhugaverð keppni og að mörgu leyti aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Keppnisreglurnar hafa verið þýddar á íslensku og munu birtast í nýju tölublaði CQ TF sem væntanlegt er á næstunni. Hér á eftir má sjá stutta samantekt um keppnina og keppnisflokka:

  • IARU HF Championship keppnin er opin öllum radíóamatörum.
  • Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.
  • Keppnin er sólarhringskeppni og hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 9. júlí og lýkur kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 10. júlí. Þátttaka er heimil allt tímabil keppninnar og hvorki er áskilið að einmenningsstöðvar né fjölskipaðar stöðvar geri hvíldarhlé á þátttöku. Flokkar þátttöku eru þrír: „Einmenningsstöðvar”, „Fjölskipaðar stöðvar með einn sendi” og „Flokkur stöðva landsfélaga í IARU – „HQ” stöðvar”.

Í flokki einmenningsstöðva eru í boði 3 keppnisflokkar, þ.e. á tali (SSB), á morsi (CW) og á tali og morsi (SSB/CW). Í sérhverjum keppnisflokki má síðan velja um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP. (Háafl: Yfir 150W útgangsafl; lágafl allt að 150W útgangsafl; og QRP allt að 5W útgangsafl). Í flokki fjölskipaðra stöðva með einn sendi, er einn flokkur í boði, þ.e. á tali og morsi (SSB/CW).

Hlekkur heimasíðu keppninnar og keppnisreglur á ensku: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × one =