Entries by TF3JB

,

Góð gjöf til ÍRA móttekin 27. júlí

Góð gjöf var móttekin fyrir hönd ÍRA í dag, laugardaginn 27. júlí 2019. Um er að ræða 11 metra háan þrístrendan loftnetsturn sem er samsettur ú 4 einingum. Turninn, sem er úr áli, er afar meðfærilegur. Hann hafði verið í geymslu utandyra í nokkurn tíma (eins og sjá má á myndunum), en auðvelt er að […]

,

FLOTTUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. júlí. Hann hafði meðferðis og sýndi nýja fjarskiptabúnaðinn sem verður settur upp til að hafa sambönd frá TF3IRA í gegnum Es’Hail-2/P4A / OSCAR 100 gervitunglið. Hann skýrði hvað væri framundan, þ.e. uppsetning diskloftnets utanhúss og ýmsar samstillingar. Ari nefndi m.a. að það yrði […]

,

Es’hail-2/P4A / OSCAR 100 búnaðurinn

Búnaðurinn fyrir nýja gervitunglið er kominn til landsins og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri ÍRA, fékk transverter‘inn tollafgreiddan í dag (23. júlí). Um er að ræða 20W Oscar 100 transverter frá PE1CMO, sem bæði er fyrir „up“ og „down link“ á 70 cm.  Það þýðir, að transverter‘inn tengist Kenwood TS-2000 stöð félagsins beint – […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR VERÐA 20.-21. JÚLÍ

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnti reglur leikanna 2019 og svaraði spurningum. Keli byrjaði stundvíslega kl. 20:30 og sýndi okkur glærur þar sem hann fór vel yfir helstu atriði og útskýrði m.a. reitakerfið, 6 klst. regluna, QSO upplýsingar, stigagjöf og margfaldara. Þá fór hann yfir sérstaka leikasíðu […]

,

TF8KY KYNNIR VHF-UHF LEIKANA 2019

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF-UHF leikanna, mætir í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnir og fer yfir reglurnar fyrir leikana sem verða um næstu helgi, 20.-21. júlí. Leikurinn hefst 20. júlí kl. 00:01. Keli segist gera ráð fyrir að margir muni byrja af krafti á slaginu miðnætti. Tilkoma nýja Oscar 100 gervitunglsins hefur hvatt amatöra […]

,

APRS og Oscar 100 búnaður keyptur

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi sínum nýlega, að heimila félagssjóði kaup á eftirfarandi búnaði frá Microsat í Póllandi: Microsat WX3in1 Mini APRS Advanced Digipeater/I-gate (2 stk.) PLXDigi – APRS Digipeater (2 stk.) Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, setti fram beiðni til félagsins f.h. APRS hópsins. Hann segir, að búnaðurinn muni þétta kerfið og auka gæði og notkunarmöguleika […]

,

Góð mæting í Skeljanes og góðar gjafir

Opið hús var í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 11. júlí. Að venju var mikið rætt yfir kaffinu, m.a. um mismunandi loftnet, hæð yfir jörðu, fæðilínur, útgeislun og útgeislunarhorn, kóaxkapla og tengi (enda er júlímánuður = loftnetamánuður). Einnig skoðuðu menn dót sem nýlega hefur borist félaginu frá þeim Garðari Gíslasyni TF3IC, Carl Jóhanni Lilliendahl TF3KJ og NN, sbr. […]

,

VHF leikar 2019 – seinkað til 20.-21. júlí

Ákveðið hefur verið að seinka VHF leikunum 2019 um eina viku, þ.e. til 20.-21. júlí. Leikarnir verða því ekki um næstkomandi helgi, 13.-14. júlí eins og hafði verið auglýst. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun mæta í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí n.k., til að fara keppnisreglur og svara spurningum. Viðburðurinn verður nánar til kynningar hér […]