Entries by TF3JB

,

NÝ VETRARDAGSKRÁ HEFST 10. OKTÓBER

Ný vetrardagskrá ÍRA hefst fimmtudaginn 10. október í Skeljanesi. Óskar Sverrisson, TF3DC, mætir á staðinn kl. 20:30 og sýnir okkur DVD myndband frá VP8ORK DX-leiðangrinum sem farinn var til Suður-Orkneyja 27. janúar til 8. febrúar 2011. Margar TF stöðvar náðu sambandi við leiðangurinn, en eyjurnar eru staðsettar á vestanverðum Suðurskautsskaganum. Fjöldi sambanda VP8ORK var alls […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 3. október. Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Ný sending af QSL kortum er komin í hús hjá kortastofu félagsins. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 26. SEPTEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 26. september. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Nýja vetrardagskráin, sem formlega er til kynningar í 4. tbl. CQ TF sem kemur út á sunnudag, 29. september mun liggja frammi í félagsaðstöðunni á fimmtudagskvöld. Stjórn ÍRA.

,

Gjöf móttekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA

Félagið tók á móti gjöf til félagsstöðvarinnar TF3IRA í dag, 23. september. Það er YAESU SMB-201, sem er sérhönnuð borðfesting með innbyggðri viftu fyrir YAESU FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins. SMB-201 þarf ekki að skrúfa niður í borðplötuna því hún er búin sérstökum gúmmífótum, sem gerir stöð og festingu mjög stöðuga. Þá er kæliviftan í borðfestingunni […]

,

Góður áhugi á námskeiði til amatörprófs

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er í fullum gangi. Námskeiðið verður haldið og hefst um miðjan október n.k. og lýkur fyrir jól. Eins og áður hefur komið fram, verður kennt á kvöldin tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá […]

,

TF3RPI í Bláfjöllum uppfærður úr G2 í G3

Stafrænn endurvarpi Ólafs B. Ólafssonar TF3ML, TF3RPI var uppfærður í Bláfjöllum í dag (19. september) úr G2 í G3, þ.e. úr 32 bita kerfi í 64 bita kerfi. Endurvarpinn hefur gátt yfir netið út í heim og hefur uppfærslan í för með sér aukna möguleika og vinnslugetu. TF3RPI styður þar með nýjustu D-STAR uppfærslurnar frá […]

,

SAC CW keppnin er um helgina 21.-22. sept.

Morshluti Scandinavian Activity keppninnar (SAC) verður haldinn um helgina, 21. – 22. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt! Stjórn ÍRA. http://www.sactest.net/blog/

,

Námskeið ÍRA til amatörprófs

Í samræmi við starfsáætlun stjórnar og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 14. október n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar í desember. Kennt verður á kvöldin tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í […]