,

TF3KX VERÐUR Í SKELJANESI 28. NÓVEMBER

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Kristinn Andersen TF3KX í Skeljanes með erindið „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“.

Hin síðari ár hefur framboð á QRP stöðvum fyrir radíóamatöra aukist með hverju árinu. Í boði eru í dag, hvorutveggja gott úrval af samsettum og ósamsettum tækjum við hagstæðu verði. Tilkoma stafrænna tegunda útgeislunar hefur mikið aukið vinsældir QRP, sem og framboð á ódýrum stöðvum og búnaði frá Kína.

Kristinn mun ræða um QRP afl, samspil QRP afls og tíðna og um mikilvægi góðra loftneta og m.a. skýra frá eigin reynslu af notkun færanlegra QRP stöðva innanlands og erlendis.

Þetta er áhugavert efni og eru félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Góðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Á myndinni heldur Kristinn á eigin QRP tækjum sem hann keypti ósamsett frá Elecraft. Efri stöðin er Elecraft K1; tveggja banda CW stöð, sendiafl: 0.1-5W. Hægt er að velja tvö bönd, þ.e. á 80, 40, 30, 20, 17 og 15M. Neðri stöðin er Elecraft 2; SSB/CW stöð á 80-10M (hægt er að bæta við 160M). Sendiafl: 0.1-15W. LJósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + seven =