,

TF3YOTA VERÐUR QRV Í DESEMBER

Kallmerki með viðskeytinu YOTA (Yongsters On The Air) eru þegar byrjuð að heyrast á böndunum, enda desembermánuður byrjaður.

“Við verðum aðeins seinni í gang núna en í fyrra”, sagði Elín í samtali við tíðindamann, “en við byrjum á fullu 17. desember”. Þá ætla þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, að hefjast handa og virkja kallmerkið TF3YOTA. Hugmynd þeirra er jafnframt að bjóða ungu fólki á staðinn og gefa því tækifæri til að kynnast áhugamálinu og fjarskiptunum.

YOTA verkefnið hófst í fyrra (2018) og verður starfrækt í desember ár hvert. Það er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói. Verkefnið er á vegum IARU Svæðis 1 og eru öll landsfélög radíóamatöra innan Svæðisins þátttakendur (auk landsfélaga á Svæðum 2 og 3).

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi félagsins, er frumkvöðull að þátttöku ÍRA og er jafnframt YOTA verkefnisstjóri félagsins ásamt Árna Frey Rúnarssyni, TF8RN. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofnunnar annast QSL mál sem fyrr.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Árni Freyr Rúnarsson TF8RN munu virkja kallmerkið TF3YOTA síðar í mánuðnum. Myndin var tekin þegar þau virkjuðu kallmerkið í desember í fyrra (2018). Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × three =