,

SUNNUDAGUR 8. DESEMBER Í SKELJANESI

Sunnudaginn 8. desember kl. 11 árdegis verða svokallaðar „sófaumræður“ í Skeljanesi; þær þriðju á yfirstandandi vetrardagskrá. Til umfjöllunar verða tíðniplön á amatörböndunum. Kristján Benediktsson, TF3KB, leiðir umræður.

Kristján mun m.a. ræða skiptingu tíðnisviðanna eftir tegund útgeislunar og notkun. Farið verður yfir tíðniplön fyrir tíðnisviðin frá 136 kHz til 30 MHz.

Húsið opnar kl. 10:30. Vandaðar kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.

Stjórn ÍRA.

Sófaumræður eru það fyrirkomulag, þegar boðið er upp á umræður á messutíma sem eru hugsaðar sem afslappaðar, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra sófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni, leiðir síðan umræðuna og svarar spurningum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 + 19 =