,

TF3KB FJALLAÐI UM TÍÐNIPLÖN Á SUNNUDEGI

Þriðja sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 8. desember kl. 11 árdegis. Kristján Benediktsson, TF3KB, mætti í Skeljanes og fjallaði um tíðniplön á HF amatörböndunum.

Kristján greindi frá sögulegum þáttum þessara „umferðarreglna“ radíóamatöra og skýrði m.a., að þetta væru reglur sem við settum okkur sjálfir innan ríkjandi tíðniheimilda stjórnvalda. Hann fór vel yfir tíðniplanið fyrir okkar svæði, IARU Svæði 1 og nefndi helstan mun á milli svæðanna þriggja (I, II og III) í heiminum.

Fram kom, að stóru landsfélögin, m.a. ARRL, DARC og RSGB, hafi látið útbúna meðfærileg plaköt sem hafa má á vegg í fjarskiptaherbergi, þar sem sjá má á augnabliki skipulag fyrir hvert band. Slíkt væri mjög til þæginda. Kristján gat þess jafnframt, að ríkjandi tíðniplan væri uppfært eftir þörfum, en þess sé að væta að gefið verði út nýtt skjal á næsta ári (2020).

Bestu þakkir til Kristjáns fyrir fróðlegar, áhugaverðar og nytsamar umræður um efni sem sumpart mætti vera meir í umræðunni. Alls mættu 10 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þennan kyrra og fallega vetrarmorgun í vesturbænum.

Útprentað eintak af tíðniplaninu verður til afhendingar til félagsmanna í Skeljanesi frá og með næstu fimmtudagsopnun.
Sjá vefslóð: https://iaru-r1.org/images/IARU_REGION_1_HF_BAND_PLAN__2016_v2.pdf

Skeljanesi 8. desember. Frá vinstri: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH (snýr baki í myndavél), Kristján Bendiktsson TF3KB, Jón Björnsson TF3PW og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × four =