,

SKELJANES 12. DESEMBER, OPIÐ HÚS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 12. desember.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti.

QSL stjóri tæmir pósthólfið á miðvikudag og flokkar innkomnar QSL sendingar fyrir opnun á fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Minning úr félagsstarfinu. Myndin er af Heathkit HW-101, 100W HF SSB/CW sendi-/móttökustöð ásamt HP-23 aflgjafa, SB-600 hátalarakassa og Shure 444D borðhljóðnema (aflgjafinn sést reyndar ekki á myndinni þar sem hann er hafður inni í hátalarakassanum). Myndin var tekin 18. nóvember 2012 þegar Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, mætti á sunnudagsopnun í Skeljanesi og var yfirskriftin: „Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum“. Doddi hafði tekið með sér (sem nýja) Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð; en HW-101 var einhver vinsælasta HF stöðin upp úr 1970 hér á landi og um allan heim.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 3 =