Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík á morgun, laugardaginn 2. júlí og síðan verði farið til Dalvíkur á mánudag. Í framhaldi, verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi sama dags (4. júlí). Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á ný að morgni 15. júlí og áætlað er að leiðangurinn komi til Ísafjarðar um hádegisbilið þann 16. júlí. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) eru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE.

DX-leiðangurinn til Jan Mayen, JX5O, dagana 6.-14. júlí n.k., verður QRV á eftirfarandi vinnutíðnum/teg. útgeislunar samkvæmt böndum:

Unknown macro: {center}Band (metrar)

Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}RTTY

BPSK 63

SSB

Unknown macro: {center}40

7.024 up
Unknown macro: {center}7.034 up

Unknown macro: {center}7.038 up

7.074 up + 7.144 RX NA
Unknown macro: {center}30

10.124 up
Unknown macro: {center}10.141 up

10.141 up
Unknown macro: {center}n/a

Unknown macro: {center}20

14.034 up
Unknown macro: {center}14.086 up

14.074 up
Unknown macro: {center}14.215 up

Unknown macro: {center}17

18.084 up
Unknown macro: {center}18.105 up

18.098 up
Unknown macro: {center}18.135 up

Unknown macro: {center}15

21.034 up
Unknown macro: {center}21.086 up

21.068 up
Unknown macro: {center}21.275 up

Unknown macro: {center}12

24.904 up
Unknown macro: {center}24.920 up

24.920 up
Unknown macro: {center}24.955 up

Unknown macro: {center}10

28.034 up
Unknown macro: {center}28.090 up

28.074 up
Unknown macro: {center}28.505 up

Unknown macro: {center}6

50.094 up
Unknown macro: {center}n/a

Unknown macro: {center}n/a

Unknown macro: {center}50.120 up

Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst og öðrum leiðangursmönnum góðrar ferðar.

Sjá heimasíðu leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa og http://janmayen2011.org/

(þess má geta, að Jón Ágúst er sonur Erlings Guðnasonar, TF3EE).

APRS búnaðurinn er staðsettur á sérstöku borði í fjarskiptaherbergi TF3IRA á bak við færanlega millivegginn

APRS stafvarpinn TF3RPG er QRV á 144.800 MHz frá félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði sérstöku kallmerki fyrir stöðina, TF3RPG, þann 10. júní s.l. Vinna við uppsetningu APRS stafvarpa í fjarskiptaherbergi félagsins hófst þann 2. apríl s.l. með uppsetningu nýs APRS loftnets. Í framhaldi var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafvarpa- og internetgátt fyrir APRS kerfið þann 7. apríl. Aðstaðan er á sérstöku borði sem sett var upp á milli fjarskiptaborða A og B í stöðvarherberginu. Fyrir er annar APRS stafvarpi sem staðsettur er í Hraunbæ í Reykjavík og settur var upp í fyrrasumar (2010). Hann fékk einnig úthlutað kallmerki þann 10. júní s.l. sem er TF3RPF og verður hann rekinn áfram. Að auki, er rekin sambyggð stafavarpa- og internetgátt hjá Róbert Harry Jónssyni, TF8TTY, í Reykjanesbæ. Og að sögn Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA (forsvarsmanns APRS hópsins) þann 26. júní, rekur hann einnig APRS stafvarpa frá eigin QTH’i um þessar mundir í tilraunaskyni. Loks er til skoðunar að setja upp APRS stafavarpa á Akureyri í samvinnu við Þórð Ívarsson, TF5PX.

Á borðinu hægra megin við FT-1000MP stöðina, má sjá núverandi búnað fyrir APRS stafvarpann, m.a. fartölvu, aflgjafa og BIRD aflmæli. Sendi-/mótttökustöðin á 144.800 MHz er 2W handstöð og er staðsett á bak við fartölvuna. 2W handstöðin er hugsuð til bráðabirgða en til framtíðar verður sett upp 25W stöð fyrir verkefnið.

Hvað er APRS? APRS er skammstöfun sem stendur fyrir „Automatic Packet Reporting System”. Kerfið var hannað af WB4APR og hófust tilraunir hans af þessu tagi fyrir tæpum 30 árum. Upp úr 1990 hafði hann þróað kerfið til notkunar fyrir radíóamatöra og kynnti það í þeirra hópi. Síðastliðin 10 ár hafa vinsældir APRS meðal radíóamatöra vaxið um allan heim. APRS er fyrst og fremst notað sem skilaboðakerfi um staðsetningu hjá radíóamatörum, sem er ekki síst mikilvægt við gerð tilrauna. APRS kerfið gefur þar að auki möguleika á sendingu smáskilaboða á milli leyfishafa. Í raun er um að ræða kerfi, þar sem sjá má staðsetningu farartækis leyfishafa á skjá á tölvu sem tengd er við internetið þar sem skilaboðin fara í gegnum svokallaða stafvarpa (e. digipeters) sem eru nettengdir (það er þó ekki skilyrði). Niðurskipting tíðna á IARU Svæði 1 gerir ráð fyrir APRS notkun á 144.800 MHz (og „voice alert” möguleika á 136.5 Hz CTCSS). Íslenskir radíóamatörar virða þá niðurskiptingu. Þegar send eru skilaboð, eru þau örstutt (mest 5 sekúndur) og er sendingin mótuð með tveimur tónum. Fræðilega séð, getur bandvídd svipað til FM mótaðs talmerkis, enda eru notuð venjuleg FM sendi-/móttökutæki. Virk bandbreidd er þó þrengri eða innan við 3 kHz enda um að ræða frekar hæga stafræna mótun, AFSK, „ofan á” FM mótun.

Sá hópur félagsmanna, sem einkum stendur að baki APRS verkefninu, eru þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; Haraldur Þórðarson, TF3HP, Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, Þórður Ívarsson, TF5PX og Þór Magnússon, TF3TON. Að auki hafa þeir LA6IM (TF8BK) og TF3WP (DF8WP) komið að verkefninu. Leita má til Jóns Þórodds með spurningar um APRS kerfið og hvernig menn koma sér upp slíkum búnaði.

Til að fylgjast með APRS umferð á netinu, má smella á eftirfarandi hlekk: http://aprs.fi/

Ljósmyndir: TF2JB.

Talið frá vinstri: Bjarni Sverrisson, TF3GB; Guðmundur Löve, TF3GL; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; Benedikt Guðnason, TF3TNT; Robert (Bob) Chandler, VE3SRE; Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Bjarni Magnússon, TF3BM; og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB. Ljósmynd: Jónas Bjarnason, TF2JB.

Góður gestur kom í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 23. júní. Það er Robert G. Chandler, VE3SRE. Hann er hér á rúmlega viku ferðalagi ásamt eiginkonu sinni í fríi en þau hjón eru bústett í Toronto í Kanada. Bob hefur verið leyfishafi í rúmlega tvo áratugi (frá 1990) og er áhugamaður um keppnir og hefur t.d. fengið úthlutað sérstöku kallmerki fyrir keppnisþátttöku, sem er VA2SRE (þegar hann tekur þátt í keppnum frá sérstakri aðstöðu sem hann hefur í Quebec). Hann er annars félagi í hópi radíóamatöra sem taka sig árlega saman um þáttöku í stærstu alþjóðlegu keppnunum, m.a. CQ World-Wide og segir hann, að í CQ keppnunum geri þeir yfirleitt ferðir innan Kanada í CQ svæði 2 (e. zone) sem er sjaldgæfur margfaldari; t.d. til VE2/VO2 (Labrador)/VE8 (Nunavut) o.fl. Bob sagði að þau hjón væru yfir sig hrifin af landi og þjóð og ætla að koma aftur sem allra fyrst.

Stjórn Í.R.A. þakkar Bob fyrir innlitið.

Gerð hefur verið pöntun fyrir TF3IRA á svokölluðum “LVB Tracker” frá AMSAT. Um er að ræða viðmót til tengingar á milli fjölstillisins fyrir Yaesu G-5400B sambyggða rótorinn og Dell 566 PC-tölvu félagsins. AMSAT hefur selt þennan búnað frá árinu 2007 og hefur hann komið vel út og notið vinsælda. Þegar búnaðurinn kemur til landsins og hefur verið tengdur, verður möguleiki til VHF/UHF fjarskipta um gervitungl radíóamatöra frá félagsstöðinni loks komin í endanlegt horf. Þess er að vænta að TF3IRA verði þannig að fullu QRV í júlímánuði n.k. Búnaðurinn kostar $200 á innkaupsverði.

Stutt yfirlit yfir gervihnattabúnað TF3IRA: VHF/UHF loftnet eru frá framleiðandanum M2 og eru hringpóluð Yagi loftnet. VHF netið er af 2MCP14 gerð; 14 staka með 10.2 dBdc ávinningi. UHF loftnetið er af 436CP30 gerð; 30 staka með 14.15 dBdc ávinningi. Rótorinn er af tegundinni Yaesu G-5400B sem er sambyggður rótor fyrir lóðréttar og láréttar loftnetastillingar. Með honum fylgir fjölstillikassi (e. Elevation Azimuth Dual Controller), stýranlegur frá tölvu. VHF og UHF formagnarar stöðvarinnar eru frá SSB-Electronic. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suðhlutfall á UHF. Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð félagsins er notuð til fjarskipta um gervitungl og er hún 100W á 144-146 MHz og 50W á 430-440 MHz.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum:

Kallmerki

Leyfi

Leyfishafi / önnur not

Staðsetning stöðvar

Skýringar

TF2MSN N-leyfi Óðinn Þór Hallgímsson 300 Akranes Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3ED G-leyfi Arnþór Þórðarson 200 Kópavogur Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3NAN N-leyfi Haukur Þór Haraldsson 109 Reykjavík Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3PLN N-leyfi Piotr Brzozowski 221 Hafnarfjörður Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3RPF Sérheimild APRS stafvarpi 110 Reykjavík Heimild til notkunar á 144.800 MHz, mest 25W
TF3RPG Sérheimild APRS stafvarpi 101 Reykjavík Heimild til notkunar á 144.800 MHz, mest 25W
TF8TL G-leyfi Tommi Laukka (SM7TAZ, F1VLL) 235 Reykjanesbær Leyfisveiting grundvallast á CEPT tilmælum T/R 61-02

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með ný kallmerki.

70 MHz tíðnibreytir með 25W aflmagnara (hönnun OZ2M); smíðaður af Michael, OH2AUE (sjá nánari upplýsingar neðst á síðunni).

Á þyrpingu (e. cluster) mátti sjá eftirfarandi upplýsingar um QSO sem Stephan, DL3GCS, hafði í nágrenni við Þorlákshöfn sem TF/DL3GCS á milli kl. 15:43 og 16:27 (18. júní s.l.):

OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS QRG corr. 1627 18 Jun Iceland
OZ9PP-@ 70196.0 TF/DL3GCS Correct QRG 1624 18 Jun Iceland
OZ9PP-@ 70200.0 TF/DL3GCS 599 es 1621 18 Jun Iceland
MM5AJW 70197.0 TF/DL3GCS tnx qso!! 1619 18 Jun Iceland
G6HIE 70196.0 TF/DL3GCS IO90ST<ES>HP93 559 1616 18 Jun Iceland
OZ2OE 70197.0 TF/DL3GCS JO45VV<es>HP93DT 55-57 – still 1601 18 Jun Iceland
PA5DD 70196.8 TF/DL3GCS CQ CQ no takers 1558 18 Jun Iceland
PA5DD 70196.8 TF/DL3GCS hrd > jo22iv 1547 18 Jun Iceland
DJ9YE 70197.0 TF/DL3GCS 559 in JO43hv 1543 18 Jun Iceland

Líklegast er um að ræða fyrstu DX samböndin á 70 MHz á núverandi leyfistímabili, sem tók gildi 19. febrúar 2010. Stephan, DL3GCS, fékk heimild Póst- og fjarskiptastofnunar í mars s.l. til að gera tilraunir í 70 MHz sviðinu hér á landi í júní og júlí.

Einar Pálsson, TF3EA (sk) stundaði tilraunir á 70 MHz og hafði heimild til að nota bandið til MS tilrauna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum í 1. tbl. CQ TF 1970, hafði hann fyrsta DX sambandið á MS á 4 metrunum þann 27. júní 1969. Það var við breska radíóamatöra, þ.e. G3JVL og síðan G8LY. Hugsanlegt er, að aðrir leyfishafar hafi fengið heimildir til að nota 70 MHz frá því Einar heitinn stundaði sínar tilraunir, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Áhugavert væri að frétta ef einhverjir muna slíkt, en Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, telur sig jafnvel muna eftir skrifum um virkni frá TF á 70 MHz í RadCom blaðinu fyrir einhverjum árum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér 70 MHz tíðnisviðið, má benda á grein um 4 metra bandið, sem birtist í 2. tbl. CQ TF 2010 (bls. 22-26). Þar kemur m.a. fram, að tíðnibreytar frá Bo Hansen, OZ2M, eru fáanlegir (ósamsettir) á €131 (um 22 þúsund krónur) og hefur hann þegar selt yfir 300 breyta. Hann býður einnig 25W magnara (ósamsetta) fyrir 4 metra bandið sem kosta €136. Myndin efst í fréttinni er einmitt af slíkum sambyggður tíðnibreyti og 25w RF magnara.

Vilhjálmur, TF3VS, bendir á, að þeir félagar Juha, OH2NLT og Matti, OH7SV, sem hanna Juma græjurnar, hafi tilkynnt í maílok að þeir væru á næstunni að setja 4m sendiviðtæki í sölu sem ósamsett íhlutasett. Þeir eru ekki búnir að verðleggja það en lofa að verðið verði mjög aðlaðandi. Þetta er ekki SMD hannað og þeir taka einmitt fram að samsetning eigi að vera flestum auðveld. Sjá hlekk: http://www.nikkemedia.fi/juma-fm70/

Bestu þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB og Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS, fyrir góðar ábendingar.

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Frá vinstri (standandi): Claude Golcman, FM5CY; Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Jónas Bjarnason, TF2JB; Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB; Benedikt Sveinsson, TF3CY og Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA. Sitjandi: Francine Golcman, XYL FM5CY. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

Góðir gestir komu í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 16. júní. Það voru Claude og Francine Golcman frá eyjunni Martinique. Claude hefur verið leyfishafi frá 1983 og er áhugamaður um neyðarfjarskipti, en hann var yfirmaður almannavarna í landinu þar til fyrir tveimur árum er hann fór á eftilaun. Þau hjón sýndu myndir frá heimalandi sínu og svöruðu mörgum spurningum. Hrafnhildur Heimisdóttir (dóttir Heimis Konráðssonar, TF1EIN) túlkaði erindið úr frönsku yfir á íslensku og kom það mjög vel út. Kærar þakkir Hrafnhildur.

Frá vinstri: Francine Golcman, Hrafnhildur Heimisdóttir og Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA. Ljósmynd: TF3LMN.

Martinique (eða Martíník) er eyja í Karíbahafi, hluti af Litlu-Antillaeyjum. Hún er franskt umdæmi (handan hafsins) og hérað í Frakklandi. Íbúar eru um 400.000. Þar sem Martinique er hluti af Frakklandi (frá 1635) er hún hluti af Evrópusambandinu. Opinbert tungumál er franska (þótt margir eyjaskeggjar tali jafnframt “franska kreólsku” (Créole Matiniquais). Um 8 klst. flugtími er frá Frakklandi til landsins.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim hjónum fyrir ánægjulega kvöldstund í Skeljanesi.

Skilafrestur efnis í júlíhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er nk. sunnudag, 19. júní. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annað hvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Ritstjóri er reiðubúinn að aðstoða við að setja saman textann og ganga frá honum til birtingar. Hér eru dæmi um nokkur atriði sem áhugavert væri að heyra um frá félögum okkar…

  • Áhugavert samband í loftinu nýlega?
  • Athyglisverð vefsíða, góð tímaritsgrein eða góð bók sem tengist amatör radíói?
  • Uppháhaldstækið í “sjakknum”? Radíótæki, mælitæki, verkfæri, eitthvað ómissandi?
  • Radíótækin, loftnet og bíllinn fyrir sumarið og ferðalög um landið.
  • Starfið í félaginu okkar, þjónusta við félagsmenn – hvað er gott og hvað má bæta?
  • Myndir, myndir, myndir,… lífga alltaf upp á blaðið.

Hafið samband við ritstjóra, sem aðstoðar við að setja efni saman og skrifar sjálfur upp úr punktum ykkar ef þið kjósið svo.

73 – Kiddi, TF3KX
ritstjóri CQ TF

cqtf@ira.is
GSM 825-8130

Claude Golcman, FM5CY og XYL. Myndin er tekin í New York í fyrrahaust.

Claude Golcman, FM5CY, og XYL munu heimsækja Ísland í júnímánuði. Þau hjón eru væntanleg til landsins næstu daga og munu dvelja hérlendis í rúmar tvær vikur. Þau langar m.a. til að hitta íslenska radíóamatöra og munu koma í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní n.k. Claude er m.a. áhugamaður um neyðarfjarskipti og hefur tekið þátt í að skipuleggja aðkomu radíóamatöra að slíkum verkefnum á Martinique.

Claude býður okkur upp á myndasýningu og stutta kynningu á heimalandi sínu og mun erindi hans hefjast kl. 20:30 fimmtudaginn 16. júní. Hrafnhildur Heimisdóttir (dóttir Heimis Konráðssonar, TF1EIN) mun þýða yfir á íslensku.

Martinique (eða Martíník) er eyja í Karíbahafi, hluti af Litlu-Antillaeyjum. Hún er 1128 ferkílómetrar að stærð og er franskt umdæmi (handan hafsins) og hérað í Frakklandi. Eyjan varð frönsk nýlenda árið 1635. Joséphine de Beauharnais, kona Napóleons fæddist á Martinique árið 1763, dóttir franskra plantekrueigenda. Þar sem Martinique er hluti af Frakklandi er hún hluti af Evrópusambandinu, opinbert tungumál er franska (þótt margir eyjaskeggjar tali jafnframt “franska kreólsku” (Créole Matiniquais). Gjaldmiðillinn er evra.

Frá aðalfundi Í.R.A. sem haldinn var 21. maí s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Ljósmynd: Gísli G. Ófeigsson, TF3G.

Öll gögn stjórnar félagsins frá aðalfundi 2011 hafa nú verið sett inn á heimasíðu félagsins. Undir aðalfundir.

F.h. stjórnar Í.R.A.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

Á myndinni má sjá hluta nemenda sem mættu til prófs til amatörleyfis laugardaginn 28. maí 2011.

Á myndinni má sjá hluta nemenda sem mættu til prófs til amatörleyfis laugardaginn 28. maí 2011.

Próf til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes laugardaginn 28. maí. Alls þreyttu 18 nemendur prófið, þar af 17 í tækni og 14 í reglugerðum. 13 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í tæknihlutanum (ýmist til N- eða G-leyfis) og allir 14 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í reglugerðahlutanum.

Prófnefnd Í.R.A. annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á hádegi. Um stundarfjórðungi síðar hófst próf í innlendum og erlendum reglum um viðskipti og aðferðir og reglum um þráðlaus fjarskipti áhugamanna sem stóð til kl. 14. Bæði prófin voru skrifleg.

Fulltrúar prófnefndar Í.R.A. á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður; Kristján Benediktsson, TF3KB; Kristinn Andersen, TF3KX; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; og Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnnar á prófstað: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúar stjórnar Í.R.A. á prófstað: Kjartan Bjarnason, TF3BJ; Jónas Bjarnason, TF2JB; og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Sæmundur TF3UA; Kristján TF3KB og Vilhjálmur TF3DX, ræða málin á prófstað í Skeljanesi.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hófst þann 7. mars s.l. og lauk þann 25. maí s.l. Það var í umsjón Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ. Þeir sem komu að kennslu á námskeiðinu ásamt Kjartani, voru: Andrés Þórarinsson, TF3AM; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; og Þór Þórisson, TF3GW.

Stjórn Í.R.A. færir Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð viðvera í prófinu.

TF2JB

Geri tilraun til þess að setja inn upplýsingar um fjölda korta sem send voru frá kortastofu ÍRA á árinu 2010 og fram til apríl mánaðar 2011.

Á síðasta ári voru send kort einu sinni til Kanada.  Kort sem send eru til Kanada eru send á hvert svæði, þ.e. VE1, VE2, VE3 o.s frv.  Það dugði einfalt umslag til þess að senda 50 grömm af kortum á hvert svæði fyrir sig nema VE3, þangað fóru 75 grömm.  Það lætur nærri að 15  kort komist fyrir í bréfi sem vegur 50 grömm.  Áætlaður fjöldi korta sem send voru á tímabilinu er 8.355 kort, eða 27,85 kg. 73  TF3SG