,

FM5CY og XYL væntanleg í heimsókn í Skeljanes

Claude Golcman, FM5CY og XYL. Myndin er tekin í New York í fyrrahaust.

Claude Golcman, FM5CY, og XYL munu heimsækja Ísland í júnímánuði. Þau hjón eru væntanleg til landsins næstu daga og munu dvelja hérlendis í rúmar tvær vikur. Þau langar m.a. til að hitta íslenska radíóamatöra og munu koma í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní n.k. Claude er m.a. áhugamaður um neyðarfjarskipti og hefur tekið þátt í að skipuleggja aðkomu radíóamatöra að slíkum verkefnum á Martinique.

Claude býður okkur upp á myndasýningu og stutta kynningu á heimalandi sínu og mun erindi hans hefjast kl. 20:30 fimmtudaginn 16. júní. Hrafnhildur Heimisdóttir (dóttir Heimis Konráðssonar, TF1EIN) mun þýða yfir á íslensku.

Martinique (eða Martíník) er eyja í Karíbahafi, hluti af Litlu-Antillaeyjum. Hún er 1128 ferkílómetrar að stærð og er franskt umdæmi (handan hafsins) og hérað í Frakklandi. Eyjan varð frönsk nýlenda árið 1635. Joséphine de Beauharnais, kona Napóleons fæddist á Martinique árið 1763, dóttir franskra plantekrueigenda. Þar sem Martinique er hluti af Frakklandi er hún hluti af Evrópusambandinu, opinbert tungumál er franska (þótt margir eyjaskeggjar tali jafnframt “franska kreólsku” (Créole Matiniquais). Gjaldmiðillinn er evra.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 − four =