Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Kristján Benediktsson TF3KB og Martin Berkofsky TF3XUU (KC3RE) á góðri stundu í Kaffivagninum í Reykjavík þann 27. maí s.l. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB.

Martin Berkofsky, TF3XUU (KC3RE) píanóleikari var hér á ferð nýlega og spilaði m.a. á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Hörpu þann 26. maí. Martin gaf sér tíma til að hitta nokkra íslenska leyfishafa skömmu áður en hann hélt af landi brott þann 27. maí s.l., sbr. ljósmynd að ofan.

Martin lauk prófi til amatörleyfis hér á landi árið 1984 og starfaði m.a. um tíma sem radíóvitastjóri Í.R.A. á Garðskaga þar sem hann gætti radíóvitans TF8VHF sem varð QRV 19. janúar 1986, QRG 144.939 MHz. Martin er mikill morsmaður og var virkur hér á landi um árabil, bæði sem TF3XUU og TF8XUU.

Vlhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, skrifaði ágæta grein um Martin í febrúarblaði CQ TF 2004. Sjá meðfylgjandi: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2016/10/cqtf_22arg_2004_01tbl.pdf

Sjá einnig skemmtilega umfjöllun um Martin á blogsíðu Ágústar H. Bjarnasonar, TF3OM. Vefslóð: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/842019/

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Í.R.A. starfsárið 2012-2013 var haldinn miðvikudaginn 30. maí 2012 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og er skipan embætta sem hér segir á nýju starfsári:

 

 

Embætti

Nafn stjórnarmanns

Kallmerki

Leyfisbréf

Formaður Jónas Bjarnason

TF2JB

80

Varaformaður Andrés Þórarinsson

TF3AM

88

Ritari Sæmundur E. Þorsteinsson

TF3UA

90

Gjaldkeri Kjartan H. Bjarnason

TF3BJ

100

Meðstjórnandi Benedikt Sveinsson

TF3CY

200

Varastjórn Erling Guðnason

TF3EE

187

Varastjórn Sigurður Ó. Óskarsson

TF2WIN

360

Á fundinum var þeim Gísla G. Ófeigssyni, TF3G, fráfarandi gjaldkera og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG, fráfarandi varastjórnarmanni, þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Á fundinum var jafnframt staðfest skipan embættismanna sem skýrt verður frá innan tíðar, auk fleiri mála.

Matthías Hagvaag, TF3MH.

Mathías Hagvaag, TF3-035, hefur unnið að frágangi radíódagbóka og QSL korta félagsstöðvarinnar undanfarin misseri. Langþráðu takmarki var náð þann 20. október (2011) en þann dag voru þrjú DXCC viðurkenningaskjöl fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og negld á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins.

Nú hefur Mathías lokið við gerð umsóknar fyrir fyrsta WAZ (Worked All Zones) viðurkenningarskjalið svo og gerð þriggja umsókna fyrir WAS (Worked All States) viðurkenningarskjalið (þ.e. “basic”, á morsi og á tali)”. Í farvatninu eru umsóknir fyrir tvö WAZ skjöl til viðbótar, auk WPXviðurkenningaskjala.

Stjórn Í.R.A. þakkar Mathíasi fyrir að leiða þetta verkefni af dugnaði.

Lögum Í.R.A. var breytt á aðalfundi félagsins 19. maí 2012.

Öll gögn stjórnar félagsins frá aðalfundinum 2012 hafa nú verið sett inn á heimasíðuna. Þau eru:

F.h. stjórnar Í.R.A.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

Hluti fundargagna sem lögð voru fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var að Hótel Sögu 19. maí 2011.

Eftirtalin gögn frá aðalfundi 2012 eru komin til viðbótar inn á heimasíðu félagsins:

  • Skýrsla formanns um starfsemi félagsins 2011-2012.
  • Ársreikningur félagssjóðs fyrir fjárhagsárið 2011-2012.

Hægt er að nálgast gögnin því að fara undir veftré og leit og smella á Félagið og velja Aðalfundur 2012 eða
smella á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/fundargerdir/adalfundir/adalfundur-ira-2012/

Þau gögn sem upp á vantar frá aðalfundi verða birt fljótlega.

Lögum Í.R.A. var breytt á aðalfundi félagsins 19. maí 2012.

ög Í.R.A. hafa verið uppfærð samkvæmt samþykktum breytingum á aðalfundi félagsins þann 19. maí s.l. Breytingar voru gerðar á 5. og 8. greinum, auk þess sem ný grein, 24. gr., kom inn. Sú grein sem áður var merkt 24. gr. varð 25. gr., o.s.frv.

Félagslög samþykkt á aðalfundi 2012: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Félagslög-ÍRA-samþykkt-á-aðalfuni-2012.pdf

Lög ÍRA: http://www.ira.is/log-ira/

Önnur fundargögn aðalfundar, s.s. ársskýrsla 2011/12, ársreikningur 2011/12 og fundargerð aðalfundarins eru að verða tilbúin og verða sett inn á heimasíðuna næstu daga.

Morshluti CQ World-Wide WPX keppninnar fer fram um næstu helgi, 26.-27. maí n.k.Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 26. maí og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 27. maí. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru fjórir keppnisflokkar:

Keppnisflokkur

Undirflokkar

Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W; (c) allt að 5W
Einmenningsflokkur, aðstoð (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W
Einmenningsflokkur, “overlay” (a) “Tribander/single element”; (b) “Rookie”
Fleirmenningsflokkur (a) Einn sendir; (b) tveir sendar; (c) enginn hámarksfjöldi senda

Keppnisreglur (á ensku): http://www.cqwpx.com/rules.htm

Tilkynningar um þátttöku: http://www.his.com/~wfeidt/Misc/wpxc2012.html

Gísli G. Ófeigsson TF3G les upp ársreikning félagssjóðs 2011-2012 á aðalfundi 2012. Ljósm.: TF2JB.

Aðalfundur Í.R.A. 2012 var haldinn 19. maí 2012 í Snæfelli fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir
Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, fundarstjóri og Andrés Þórarinsson, TF3AM,fundarritari. Alls
sóttu 24 félagsmenn fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók. Fundurinn var settur kl. 13:05 og
slitið kl. 16:05.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2012-2013: Jónas Bjarnason, TF2JB,formaður; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA; Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ; Andrés Þórarinsson, TF3AM og Benedikt Sveinsson, TF3CY. TF3AM og TF3UA voru kjörnir stjórnarmenn til tveggja ára, en TF3BJ
og TF3CY sitja nú sitt síðara ár. Varamenn voru kjörnir þeir Erling Guðnason, TF3EE og Sigurður Óskar Óskarsson, TF3WIN. Stjórnin mun skipta með sér verkum fljótlega. Félagsgjald var samþykkt 6000 krónur fyrir starfsárið 2012-2013.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson, TF3DC og Haukur Konráðsson, TF3HK; og til vara, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS.

Skýrsla stjórnar og reikningur félagssjóðs mun fljótlega verða birtur hér á heimasíðunni ásamt fundargerð og upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.

DX-leiðangurinn til Socotra eyju í Jemen stóð yfir frá 30. apríl til 15. maí. Alls náðust 162.029 sambönd. Sambönd frá TF-stöðvum urðu alls 40 og áttu 17 TF-stöðvar þessi sambönd.

Flest sambönd hafði Yngvi Harðarson, TF3Y, eða átta; Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX,hafði sex; og Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hafði fjögur. Aðrir höfðu færri sambönd.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, hafði eina sambandið frá Íslandi á 160 metrum og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, hafði eina sambandið á 80 metrum. Þá náði Brynjólfur Jónsson, TF5B, eina sambandinu sem haft var á RTTY teg. útgeislunar. Loks voru þeir Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og Narumi Kawai, JA9APS/TF báðir með sambönd frá bílstöðvum. Hamingjuóskir til hlutaðeigandi fyrir frábæran árangur. Sjá nánar sundurgreindar upplýsingar um samböndin í töflunni hér fyrir neðan.

TF STÖÐ 10m 12m 15m 17m 20m 30m 40m 80m 160m QSO’s Total QSO’s
TF3Y PH PH PH
Unknown macro: {center}3

TF3Y CW CW CW CW CW
Unknown macro: {center}5

Unknown macro: {center}8

TF8GX PH PH PH
Unknown macro: {center}3

TF8GX CW CW CW
Unknown macro: {center}3

Unknown macro: {center}6

TF3ZA PH PH PH
Unknown macro: {center}3

TF3ZA CW CW
Unknown macro: {center}2

Unknown macro: {center}5

TF4M PH
Unknown macro: {center}1

TF4M CW CW CW
Unknown macro: {center}3

Unknown macro: {center}4

TF2JB PH
Unknown macro: {center}1

TF2JB CW CW
Unknown macro: {center}2

Unknown macro: {center}3

TF3DX/m CW CW
Unknown macro: {center}2

Unknown macro: {center}2

TF3G PH
Unknown macro: {center}1

TF3G CW
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}2

TF1MW CW CW
Unknown macro: {center}2

Unknown macro: {center}2

TF2CL PH
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

TF2LL PH
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

TF3DC PH
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

TF3GB CW
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

TF3IRA PH
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

TF3SG CW
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

TF4PS PH
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

TF5B RTTY
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

JA9APS/TF/m CW
Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}1

1PH 5PH 3PH 8PH
Unknown macro: {center}17 PHONE

6CW 5CW 7CW 1CW 1CW 1CW 1CW
Unknown macro: {center}22 CW

1RTTY
Unknown macro: {center}1 RTTY

Póst- og fjarskiptastofnun birti eftirfarandi frétt um ákvörðun nr. 112/12 í dag, 16. maí, á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: Fjarskiptabúnaður radíóáhugamanns ekki talinn valda skaðlegri geislun. Fréttin er birt í heild sinni hér á eftir.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 12/2012 vegna kvörtunar um heilsufarslega skaðleg áhrif rafsegulgeislunar frá fjarskiptasendibúnaði. Kvartað var til stofnunarinnar vegna fjarskiptabúnaðs radíóáhugamanns í nágrenni kvartanda sem taldi að rafsegulgeislun frá búnaðinum hefði spillandi áhrif á bæði andlegt og líkamlegt heilsufar
hans. Gerði kvartandi þá kröfu að slökkt yrði á búnaðinum og frekari notkun hans bönnuð af hálfu PFS.

PFS hefur hlutverki að gegna ef upp koma tilvik um rafsegulmengun. Er stofnuninni þá heimilt að takmarka útgeislað afl sendis. Þessari heimild verður þó ekki beitt nema að uppfylltu því skilyrði að sýnt þyki að heilsu manna geti stafað hætta af geisluninni. Það er ekki á færi Póst- og fjarskiptastofnunar að ákveða slík heilsuverndarmörk og meta hvort umhverfi og aðstæður séu með þeim hætti að mönnum sé hætta búin hvað þetta varðar.

Við slíka ákvörðun verður að byggja á sérfræðilegu mati Geislavarna ríkisins sem í þessu tilviki sýndi að rafsegulgeislun inni á heimili kvartanda og í nánasta umhverfi við það væri fyrir innan viðmiðunarmörk Alþjóðaráðsins um varnir gegn ójónandi geislun, ICNIRP, sem ákveðin eru með tilliti þeirra skaðlegu áhrifa sem of mikil geislun kann að hafa á heilsu manna. Reyndust mælingar í flestum tilvikum vera langt fyrir innan umrædd mörk. Er það mat ICNIRP að engar vísindalegar sannanir liggi fyrir um að rafsegulgeislun innan þessara viðmiðunarmarka geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Sjálfstæðar mælingar sem PFS framkvæmdi voru í samræmi við niðurstöðu Geislavarna ríkisins.

PFS telur því ekki vera forsendur til þess að fallast á kröfu kvartanda um að notkun fjarskiptasendibúnaðar radíóáhugamannsins verði bönnuð. Þá eru heldur ekki forsendur til þess að stofnunin dragi úr leyfilegum sendistyrk sendibúnaðarins eða mæli fyrir um breytta stefnuvirkni loftnetsins.

Þessa frétt og samantekt að baki ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í heild má sjá á vefslóð PFS: http://pfs.is/displayer.asp?cat_id=112&module_id=220&element_id=3551

Frá aðalfundi Í.R.A. sem haldinn var 21. maí s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Ljósmynd: Gísli G. Ófeigsson, TF3G.

Aðalfundur Í.R.A. 2012 verður haldinn laugardaginn 19. maí n.k. í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum.

Nánar er vísað í fundarboð sem var sent til félagsmanna þann 28. apríl s.l. og auglýsingar í 2. tbl. CQ TF sem sent var til félagsmanna og birt hér á heimasíðunni þann 14. maí s.l.

Ofangreindu til staðfestingar,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

______________________________


Úr lögum Í.R.A.:

16. gr.
Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað með tölvupósti og auglýsingu á heimasíðu félagsins. Jafnframt skal senda þeim félagsmönnum skriflegt fundarboð sem ekki hafa skráð netfang hjá félaginu eða hafa sent stjórn félagsins skriflega ósk þess efnis. Fundarboð skal birta eða póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag.

26. gr.
Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði.

______________________________


Bent er á að samkvæmt 10. gr. hafa einungis skuldlausir félagar kosningarétt og kjörgengi. Skylt er að veita árgjöldum viðtöku við upphaf fundar sé þess óskað.

______________________________

Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 17. maí n.k. sem er uppstigningadagur.

Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 24. maí n.k. kl. 20-22:00.