,

Frá aðalfundi Í.R.A. 2012

Gísli G. Ófeigsson TF3G les upp ársreikning félagssjóðs 2011-2012 á aðalfundi 2012. Ljósm.: TF2JB.

Aðalfundur Í.R.A. 2012 var haldinn 19. maí 2012 í Snæfelli fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir
Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, fundarstjóri og Andrés Þórarinsson, TF3AM,fundarritari. Alls
sóttu 24 félagsmenn fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók. Fundurinn var settur kl. 13:05 og
slitið kl. 16:05.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2012-2013: Jónas Bjarnason, TF2JB,formaður; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA; Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ; Andrés Þórarinsson, TF3AM og Benedikt Sveinsson, TF3CY. TF3AM og TF3UA voru kjörnir stjórnarmenn til tveggja ára, en TF3BJ
og TF3CY sitja nú sitt síðara ár. Varamenn voru kjörnir þeir Erling Guðnason, TF3EE og Sigurður Óskar Óskarsson, TF3WIN. Stjórnin mun skipta með sér verkum fljótlega. Félagsgjald var samþykkt 6000 krónur fyrir starfsárið 2012-2013.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson, TF3DC og Haukur Konráðsson, TF3HK; og til vara, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS.

Skýrsla stjórnar og reikningur félagssjóðs mun fljótlega verða birtur hér á heimasíðunni ásamt fundargerð og upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − seven =