,

Aðalfundur Í.R.A. 2012 er laugardaginn 19. maí

Frá aðalfundi Í.R.A. sem haldinn var 21. maí s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Ljósmynd: Gísli G. Ófeigsson, TF3G.

Aðalfundur Í.R.A. 2012 verður haldinn laugardaginn 19. maí n.k. í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum.

Nánar er vísað í fundarboð sem var sent til félagsmanna þann 28. apríl s.l. og auglýsingar í 2. tbl. CQ TF sem sent var til félagsmanna og birt hér á heimasíðunni þann 14. maí s.l.

Ofangreindu til staðfestingar,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

______________________________


Úr lögum Í.R.A.:

16. gr.
Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað með tölvupósti og auglýsingu á heimasíðu félagsins. Jafnframt skal senda þeim félagsmönnum skriflegt fundarboð sem ekki hafa skráð netfang hjá félaginu eða hafa sent stjórn félagsins skriflega ósk þess efnis. Fundarboð skal birta eða póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag.

26. gr.
Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði.

______________________________


Bent er á að samkvæmt 10. gr. hafa einungis skuldlausir félagar kosningarétt og kjörgengi. Skylt er að veita árgjöldum viðtöku við upphaf fundar sé þess óskað.

______________________________

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + fifteen =