,

TF3XUU í stuttri heimsókn á Íslandi

Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Kristján Benediktsson TF3KB og Martin Berkofsky TF3XUU (KC3RE) á góðri stundu í Kaffivagninum í Reykjavík þann 27. maí s.l. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB.

Martin Berkofsky, TF3XUU (KC3RE) píanóleikari var hér á ferð nýlega og spilaði m.a. á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Hörpu þann 26. maí. Martin gaf sér tíma til að hitta nokkra íslenska leyfishafa skömmu áður en hann hélt af landi brott þann 27. maí s.l., sbr. ljósmynd að ofan.

Martin lauk prófi til amatörleyfis hér á landi árið 1984 og starfaði m.a. um tíma sem radíóvitastjóri Í.R.A. á Garðskaga þar sem hann gætti radíóvitans TF8VHF sem varð QRV 19. janúar 1986, QRG 144.939 MHz. Martin er mikill morsmaður og var virkur hér á landi um árabil, bæði sem TF3XUU og TF8XUU.

Vlhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, skrifaði ágæta grein um Martin í febrúarblaði CQ TF 2004. Sjá meðfylgjandi: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2016/10/cqtf_22arg_2004_01tbl.pdf

Sjá einnig skemmtilega umfjöllun um Martin á blogsíðu Ágústar H. Bjarnasonar, TF3OM. Vefslóð: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/842019/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − 3 =