,

Starfshópur um mótun neyðarfjarskiptastefnu

Mynd frá fundi um neyðarfjarskipti sem haldinn var í félagsaðstöðu Í.R.A. í fyrra. Ljósmynd: TF3LMN.

Á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 30. maí var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka sæti í starfshópi sem geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við formann, aðra stjórnarmenn eða að senda tölvupóst á ira hjá ira.is fyrir 5. júlí
næstkomandi.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum sínum til stjórnar félagsins fyrir 13. maí 2013 með það fyrir augum að málið verði formlega til kynningar á aðalfundi Í.R.A. 2013. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. verður formaður starfshópsins og mun svara fyrirspurnum félagsmanna um verkefnið. Til upplýsingar skal þess getið, að eitt af skilgreindum markmiðum Í.R.A. er að hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum.

F.h. stjórnar Í.R.A.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 2 =