SKEMMTILEGUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes laugardaginn 25. mars og kynnti „Ódýrar lausnir til að senda merki um QO-100 gervihnöttinn“. Ari byrjaði kynninguna á stuttum inngangi um QO-100 sem er á sístöðubraut (e. geostationary). Það þýðir að tunglið er ætíð á sama stað séð frá jörðu. Þess vegna geta radíóamatörar stundað fjarskipti um tunglið […]
