Entries by TF3JB

,

SKEMMTILEGUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes laugardaginn 25. mars og kynnti „Ódýrar lausnir til að senda merki um QO-100 gervihnöttinn“. Ari byrjaði kynninguna á stuttum inngangi um QO-100 sem er á sístöðubraut (e. geostationary). Það þýðir að tunglið er ætíð á sama stað séð frá jörðu. Þess vegna geta radíóamatörar stundað fjarskipti um tunglið […]

,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 25. MARS

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætir í Skeljanes laugardaginn 25. mars á staðinn og kynnir ódýrar lausnir til sendingar merkja um QO-100 gervihnöttinn. Kynningin hefst kl. 13:30. Hann sýnir hve einfalt, ódýrt og fljótlegt er að koma upp búnaði til sendinga um gervitunglið. Kaffi og bakkelsi frá Björnsbakaríi. Hvetjum félagsmenn að láta þetta tækifæri ekki framhjá […]

,

NÁMSKEIÐI ÍRA FRESTAÐ

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta auglýstu námskeiði til amatörleyfis, sem átti að hefjast mánudaginn 27. mars. Jafnframt verður fallið frá að óska eftir fyrirhuguðum prófdegi Fjarskiptastofu í byrjun júní.   Ástæðan er lítil þátttaka, en aðeins sex skráðu sig innan tilskilins frests. Þeir sem hafa greitt námskeiðsgjöld fá þau endurgreidd. Boðið verður upp á […]

,

FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes 23. mars með erindið „Íslensku radíóleikarnir; hagnýt ráð“. Hann flutti okkur frábært erindi þar sem hann útskýrði og fór yfir reglur árlegra fjarskiptaviðburða félagsins (páskaleika, VHF/UHF leika og TF útileika). Inntak erindisins var að hvetja félagana til að vera með sem t.d. megi auðveldlega gera með handstöð heima í […]

,

PÁSKALEIKAR 2023

Kæru félagar! Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir. Það eru að koma Páskar. Hí, hí… Það þýðir bara eitt… PÁSKALEIKAR !!! Spenningurinn að verða óbærilegur. Kjaftasögur á kreiki um að einhverjir radíóamatörar séu að undirbúa stórsókn í næstu leikum. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að gera þeim […]

,

UPPFÆRSLA UPPLÝSINGA Á QRZ.COM

Vefsíðan QRZ.COM er stærsti og vinsælasti gagnagrunnurinn á netinu sem hýsir upplýsingar um kallmerki radíóamatöra. Þar má finna upplýsingar um kallmerki radíóamatöra hvar sem er í heiminum, þ.á.m. kallmerki ÍRA. Grunnurinn er mikið notaður af þeim sem t.d. eru áhugasamir um DX fjarskipti. Upplýsingar um kallmerki félagsins, TF3IRA, TF3W, TF3HQ, TF3WARD og TF3YOTA voru nýlega […]

,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2023

CQ World Wide WPX keppnin, SSB-hluti verður haldin 25.-26. mars. Þetta er 2 sólarhringa keppni sem fram fer á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz og er ein af stóru SSB keppnum ársins. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). QSO […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VORIÐ 2023

ÍRA hefur ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs sem verður í boði, bæði í staðnámi og fjarnámi í Háskólanum í Reykjavík. Námskeiðið hefst 27. mars n.k. og lýkur 23. maí. Stefnt er að prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í HR laugardaginn 3. júní. Námskeiðið er öllum opið og verður kennt á mánudögum, […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG 23. MARS

Stjórn ÍRA. “Fyrstu skrefin” eru hugsuð jafnt fyrir nýja sem eldri leyfishafa sem óska eftir tilsögn/leiðbeiningum um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Um er að ræða einkatíma með reyndum leyfishafa sem kynnir grundvallaratriði og ríkjandi hefðir. Markmiðið er að leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Rætt er um áhugamálið og […]

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI Í CQ TF

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, eða fram á fimmtudagskvöld 24. mars. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Ath. að nýjung er, að félagsmönnum er boðið að […]