,

TF2LL Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 4. maí. Þá mætir Georg Magnússon, TF2LL í Skeljanes með erindið: Ný lausn á rótorhúsi í loftnetsturni.

Markmið með nýju rótorhúsi og nýrri útfærslu á “ Boom-to-mast “ er að geta haft loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu úr 26 metra hæð.

Loftnetið er af gerðinni OptiBeam OB17-4 sem er 17 elementa YAGI loftnet fyrir 10, 15, 20 og 40 metra böndin. Turnvagninn er smíðaður af þýska fyrirtækinu Kassbohrer fyrir þýska herinn og er af gerðinni BW-25. Georg notar  Prosistel PST-71D rótor.

Georg mun skýra okkur frá í máli og myndum hvernig hann gekk frá þessu stóra loftneti á turnvagninn sem hann breytti úr færanlegum í  kyrrstæðan, á túninu hjá sér uppi í Borgarfirði.

Félagsmenn eru hvattir til að láta erindið ekki fram hjá sér fara. Vandaðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + twenty =