,

FRÓÐLEGUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Georg Magnússon TF2LL byrjaði erindið stundvíslega kl. 20:30.

Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes fimmtudaginn 4. maí og flutti erindið „Ný lausn á rótorhúsi í loftnetsturni“.

Hann skýrði okkur frá í máli og myndum, hvernig hann gekk frá stóru stefnuvirku loftneti á turnvagn sem hann breytti úr færanlegum í  kyrrstæðan, á túninu hjá sér uppi í Borgarfirði. Markmið með nýju rótorhúsi og nýrri útfærslu á “Boom-to-mast “ var að geta haft loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu úr 25 metra hæð.

Loftnetið er af gerðinni OptiBeam OB17-4 sem er 17 elementa YAGI loftnet fyrir 10, 15, 20 og 40 metra böndin. Turnvagninn er af gerðinni Kassbohrer BW-25 og hann notar Prosistel PST-71D rótor.

Georg svaraði spurningum greiðlega og fékk að lokum verðskuldað klapp og þakkir viðstaddra. Menn ræddu síðan málin yfir kaffi fram undir kl. 22:30.

Sérstakar þakkir til Georgs Magnússonar, TF2LL fyrir afar fróðlegt, áhugavert og vel flutt erindi, sem veitti góða innsýn inn í þennan spennandi þátt áhugamálsins. Alls mættu 24 félagsmenn og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í léttri úrkomu í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Georg skýrði vel tilurð verkefnisins, sem var að geta haft Yagi loftnetið lárétt þegar turninum hefur verið slakað niður og hann settur í lárétta stöðu.
Georg skýrði vel hina mismunandi verkþætti og sýndi margar glærur með ljósmyndum og texta.
Viðstaddir höfðu margar spurningar sem Georg svaraði greiðlega. Umræður héldu síðan áfram yfir kaffinu.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Ársæll Óskarsson TF3AO, Einar Kjartansson TF3EK, Mathías Hagvaag TF3MH, Andrés Þórarinsson TF1AM, Benedikt Sveinsson TF3T og Georg Magnússon TF2LL.
Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Heimir Konráðsson TF1EIN og Georg Kulp TF3GZ.
Andrés Þórarinsson TF1AM, Reynir Smári Atlason TF3CQ og Ársæll Óskarsson TF3AO.
Nemendur úr Háskólanum í Reykjavík voru sérstakir gestir félagsins þetta fimmtudagskvöld. Þau fengu kynningarefni um amatör radíó og ÍRA afhent, auk þess sem Benedikt Sveinsson TF3T svaraði tæknilegum spurningum þeirra um verkefni sem þau eru að vinna að í HR undir stjórn Joseph Foley, TF3ZR sem er lektor við verkfræðideild skólans. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × one =