CQ WW DX CW KEPPNIN 2022, ÚRSLIT.
CQ World Wide DX CW keppnin 2022 fór fram 26. og 27. nóvember s.l. Keppnisgögn fyrir 8 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók (e. check-log).
Lokaniðurstöður liggja fyrir frá keppnisnefnd. Meðfylgjandi eru upplýsingar fyrir TF kallmerki, m.a. í hverjum keppnisflokki, yfir Evrópu og yfir heiminn. Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2023.
EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Nr. 18 í EU; nr. 72 yfir H.
(1,870,281 heildarpunktar, 2,366 QSO, 103 CQ svæði, 338 DXCC ein., 41.1 klst.).
EINM.FLOKKUR, AÐSTOÐ, ÖLL BÖND, HÁAFL.
Andrés Þórarinsson, TF1AM. Nr. 195 í EU; nr. 533 yfir H.
(486,470 heildarpunktar, 923 QSO, 77 CQ svæði, 253 DXCC ein., 32.3 klst.)
EINM.FLOKKUR, AÐSTOÐ, ÖLL BÖND, LÁGAFL.
Óskar Sverrisson, TF3DC. Nr. 143 í EU; nr. 260 yfir H.
(283,338 heildarpunktar, 524 QSO, 63 CQ svæði, 234 DXCC ein., 20.1 klst.).
Egill Ibsen, TF3EO. Nr. 177 í EU; nr. 317 yfir H.
(220,572 heildarpunktar, 685 QSO, 47 CQ svæði, 151 DXCC ein., 26.3 klst.).
EINM.FLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson,TF3VS. Nr. 164 í EU; nr. 318 yfir H.
(150,348 heildarpunktar, 501 QSO, 37 CQ svæði, 150 DXCC ein., 25.4 klst.).
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY. Nr. 572 í EU; nr. 1089 yfir H.
(8,413 heildarpunktar, 99 QSO, 13 CQ svæði, 34 DXCC einingar, 6.4 klst.).
EINM.FLOKKUR, AÐSTOÐ, 10 METRAR, HÁAFL.
Yngvi Harðarson, TF3Y. Nr. 60 í Evrópu; 102 yfir H.
(27,825 heildarpunktar, 317 QSO, 15 CQ svæði, 60 DXCC ein., 3.1 klst.).
VIÐMIÐUNARDAGBÓK.
Jónas Bjarnason, TF3JB.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!