Entries by TF3JB

,

FÉLAGSAÐSTAÐA ÍRA 18. NÓVEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20-22 fyrir félagsmenn. Stjórn ÍRA hefur ákveðið að á ný verði tekin upp grímuskylda í húsnæðinu. Fjarskiptaherbergi verður opið (mest 3 samtímis) og QSL herbergi (mest 2 samtímis). Kaffiveitingar verða ekki í boði. Ákvörðunin er tekin í ljósi núverandi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 8.-14. nóvember 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí, júní, ágúst og september á þessu ári. Alls fengu 13 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á […]

,

SKELJANES FIMMTUDAGINN 11.11.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember. Sérstakur gestur var Baldur Sigurðsson, TF6-009 félagsmaður okkar á Reyðarfirði (áður Egilsstöðum). Mikið var rætt um loftnet, þ.á.m. dípóla og balun, vertíkala og Yagi lofnet. Einnig rætt um deltur sem geta verið spennandi lausn fyrir marga og m.a. vísað í fróðlega grein TF3KB sem […]

,

CQ WW WPX 2021, CW, ÚRSLIT.

Úrslit liggja fyrir í CQ WW WPX keppninni 2021 á morsi sem haldin var 28.-29. maí s.l. Keppnisgögn voru send inn fyrir 7 TF kallmerki, þar af 3 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Tvær stöðvar voru einnig skráðar með ábreiðu (e. overlay) í flokknum „Tribander/single element“. Keppnisflokkar voru þrír: Öll bönd, lágafl; öll bönd háafl og 20 […]

,

OPIÐ HÚS HJÁ ÍRA 11. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Til stendur að prófa að koma á sambandi frá Skeljanesi gegnum […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2021

CQ World Wide DX SSB keppnin fór fram 30.-31. október. Keppnisgögn fyrir 11 TF kallmerki voru send inn, þar af 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2022. Einmenningsflokkur, […]

,

WAE RTTY KEPPNIN 2021

Ein af stóru RTTY keppnum ársins  er Worked All Europe (WAE) keppnin. Hún verður haldin helgina 13.-14. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst. Í RTTY hlutanum gilda þær sérreglur, að er öllum heimilt að samband við alla. Það þýðir að sambönd á milli þátttakenda innan Evrópu […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2021.

Keppnisdagbækur voru sendar inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 mismunandi flokkum, auk viðmiðunardagbókar. TF2CT      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.TF2LL      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.TF8KY      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.TF3T        Einm.flokkur, öll bönd, háafl, aðstoð.TF2MSN Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.TF3VS      Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.TF3AO     Einm.flokkur, 10M, háafl, aðstoð.TF3DC     Einm.flokkur, 15M, lágafl, aðstoð.TF3JB    […]

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ ERU MIKILVÆG

Alls eru fjögur viðtæki yfir netið í boði hér á landi. Þrjú KiwiSDR viðtæki þekja tíðnisviðið frá 10 kHz til 30 MHz. Þau eru staðsett í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn. Fjórða viðtækið yfir netið er staðsett í Perlunni í Öskuhlíð í Reykjavík. Það er Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz. Vefslóðir á […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 4. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 4. nóvember fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Veglegar kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Umræðuþema: Alþjóðakeppnir. CQ […]