Entries by TF3JB

,

TF3YOTA VERÐUR Í LOFTINU Í DESEMBER

Kallmerki með viðskeytið „YOTA“ eru áberandi á HF böndunum um þessar mundir. YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU Svæðis 1 og er viðburðurinn rekinn í desembermánuði ár hvert. Verkefnið hófst árið 2018. ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Það eru þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi félagsins og YOTA […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 16. DESEMBER

Síðasta opnun ársins í Skeljanesi verður fimmtudaginn 16. desember kl. 20-22. Sérstakur gestur félagsins: Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK. Félagsaðstaðan verður næst opin 7. janúar 2022. Grímuskylda er í húsnæðinu og kaffiveitingar verða ekki í boði. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og  QSL herbergi verða opin, en fjöldi félaga er takmarkaður. Þessar kröfur eru gerðar í ljósi hertra opinberra sóttvarnaráðstafana […]

,

GREIN UM TF Í 6. TBL. HBRADIO 2021

6. tbl. HBradio, félagsblað landfélags radíóamatöra í Sviss, barst til ÍRA í vikunni og lá frammi í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 9. desember (en HBradio berst nú reglulega til félagsins). Á bls. 46-49 er skemmtileg frásögn Ralf Doerendahl, HB9GKR af ferð til Íslands í sumar (2021). Ralf var hér á landi í 9. skiptið í september og […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 9. DESEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 9. desember frá kl. 20:00. Grímuskylda er í húsnæðinu og kaffiveitingar verða ekki í boði. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og  QSL herbergi verða opin, en fjöldi félaga er takmarkaður. Þessar kröfur eru gerðar í ljósi gildandi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna Covod-19 – sem nú hefur verið framlengd […]

,

SÉRHEIMILD Á 160 METRUM ENDURNÝJUÐ

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FS) í dag 7. desember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2022. Heimildin nær til eftirtalinna keppna: CQ WW 160 metra keppnin á CW – 28.-30. janúar 2022.ARRL International DX keppnin á CW – 19.-20. febrúar […]

,

CQ WW DX CW 2021 BRÁÐAB.NIÐURSTÖÐUR

CQ World Wide DX CW keppnin fór fram 27. og 28. nóvember s.l. Keppnisgögn fyrir 9 TF kallmerki voru send inn, þar af 3 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins […]

,

NÝTT KIWI SDR VIÐTÆKI Í VÍK

Í dag, 4. desember, bættist við 4. innanlandsviðtækið til hlustunar yfir netið af KiwiSDR gerð, staðsett í Vík í Mýrdal. Viðtækið hefur afnot af tveimur dípólum á 40 og 80 metrum í fullri stærð. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2021

CQ World Wide DX keppnin á morsi fór fram helgina 27.-28. nóvember. Dagbækur voru sendar inn fyrir alls 9 TF kallmerki í 2 mismunandi keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbóka. TF1AM  Einm.flokkur, öll bönd, háafl, aðstoð.TF3DC   Einm.flokkur, öll bönd, háafl, aðstoð.TF3SG    Einm.flokkur, öll bönd, háafl, aðstoð.TF3EO   Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.TF3VS    Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.TF8KY    Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.TF3AO   […]

,

TF6M 30 ÁRUM SÍÐAR; 2008

TF6M leiðangurinn var farinn í júlí 1978 að Kirkjubæjarklaustri. Áttmenningarnir sem fóru í ferðina hittust á veitingastaðnum Við tjörnina í Reykjavík árið 2008 þegar 30 ár voru liðin frá því að kallmerkið var virkjað, 20-23. júlí 1978. Við það tækifæri tók Jón Svavarsson, TF3JON ljósmynd af hópnum. Í sumar kom hann á framfæri við TF3JB […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 2. DESEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. desember. Þetta var þriðja opnunarkvöldið í röð með grímuskyldu og án kaffiveitinga, enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin 4. bylgja kórónaveirunnar. Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði okkur […]