,

NÝTT KIWI SDR VIÐTÆKI Í VÍK

Í dag, 4. desember, bættist við 4. innanlandsviðtækið til hlustunar yfir netið af KiwiSDR gerð, staðsett í Vík í Mýrdal. Viðtækið hefur afnot af tveimur dípólum á 40 og 80 metrum í fullri stærð.

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn samtímis.

Georg Kulp, TF3GZ lánar viðtækið, Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lánar beini og veitti tæknilega aðstoð og Jóhann Einarson, TF1TJN útvegaði aðstöðu og setti tækið upp á staðnum.

Slóðin er:  http://vik.utvarp.com/

Þakkir til viðkomandi fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Loftnetin eru fest á milli tréstauranna tveggja. 40 metra dípólinn er samsíða 80 metra netinu og þeir nota sömu fæðilínu. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + 2 =