,

GREIN UM TF Í 6. TBL. HBRADIO 2021

6. tbl. HBradio, félagsblað landfélags radíóamatöra í Sviss, barst til ÍRA í vikunni og lá frammi í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 9. desember (en HBradio berst nú reglulega til félagsins).

Á bls. 46-49 er skemmtileg frásögn Ralf Doerendahl, HB9GKR af ferð til Íslands í sumar (2021). Ralf var hér á landi í 9. skiptið í september og heimsótti m.a. félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi ásamt Yngva Harðarsyni, TF3Y en þeir hafa m.a. virkjað saman fjallatinda í SOTA verkefninu (e. Summits On The Air).

USKA gefur út 6 tölublöð á ári og er hvert blað 50-80 bls. að stærð. Það  veitir áhugaverða innsýn í viðamikið og vandað starf Svissneskra radíóamatöra. Greinar í blaðinu eru [mest] á þýsku, frönsku og ítölsku; en móðurmál meirihluta Svisslendinga er þýska.

Þakkir til Ralf, HB9GKR fyrir skemmtilega grein.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + one =