TF3YOTA VERÐUR Í LOFTINU Í DESEMBER
Kallmerki með viðskeytið „YOTA“ eru áberandi á HF böndunum um þessar mundir.
YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU Svæðis 1 og er viðburðurinn rekinn í desembermánuði ár hvert. Verkefnið hófst árið 2018.
ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Það eru þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi félagsins og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA sem hafa annast starfræksluna.
Þau Elín og Árni Freyr áforma að setja TF3YOTA í loftið frá Skeljanesi eftir 22. desember n.k.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!