,

ÍRA FÆRÐ AFMÆLISGJÖF FRÁ SRAL

75 ára afmæli félagsins Íslenskir radíóamatörar, ÍRA.
Afmælisgjöf frá Suomen Radioamatööriliitto (SRAL).

Erik Finskas, OH2LAK (TF3EY) færði Jónasi Bjarnasyni, TF3JB formanni ÍRA gjöf frá systurfélagi okkar í Finnlandi SRAL í tilefni 75 ára afmælis félagsins. Gjöfinni var veitt viðtaka í Skeljanesi 16. desember.

Gjöfin er áletraðar morspöllur (af KBX-380 gerð) smíðaðar af  þekktum finnskum radíóamatör, Tapio Hirvioski, OH1KB. Gjöfinni fylgdi bréf frá Markku Tuhkanen, OH4UI framkvæmdastjóra SRAL með eftirfarandi texta:

Innilegar hamingjuóskir á 75 ára afmæli Íslenskra radíóamatöra!

Fyrir hönd allra finnskra radíóamatöra viljum við óska kærum félögum okkar á Íslandi til hamingju.

Íslendingar eiga sér sérstakan stað í huga Finna og þegar við hittumst finnum við strax tengingu. Hugrekki, sjálfstæði og kannski smá þrjóska ásamt góðu skopskyni, eru eiginleikar sem sameina okkur.

Þar sem heimsfaraldur hindrar nú að við getum fagnað stórum áföngum saman, getum við aðeins vonast til að hittast fljótlega til að fagna saman í stærri hóp.

Megi Erik Finskas OH2LAK/TF3EY vera góður fulltrúi Finnskra radíóamatöra á Íslandi.

Við óskum öllum íslenskum félögum okkar alls hins besta, fjölda sambanda og góðra fjarskiptaskilyrða.

Jónas þakkaði Erik fyrir hlýlegar kveðjur og sagðist taka við gjöfinni fyrir hönd félagsins með ánægju og þakkaði góðan hug frá félögum okkar í Finnlandi til félagsmanna ÍRA.

Stjórn ÍRA.

Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA veitir gjöf SRAL formlega viðtöku í Skeljanesi og þakkar Erik Finskas OH2LAK/TF3EY. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.

Stjórnarmenn ÍRA sem voru viðstaddir viðburðinn. Frá vinstri: Georg Kulp TF3GZ meðstjórnandi, Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri, Óskar Sverrisson TF3DC varaformaður, Erik Finskas OH2LAK/TF3EY, Jónas Bjarnason TF3JB formaður og Heimir Konráðsson TF1EIN varastjórn. Ljósmynd: Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Gjöf SRAL, áletraðar morspöllur (af KBX-380 gerð) smíðaðar af OH1KB, verður fundinn staður í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Gjöfinni fylgdi bréf frá Markku Tuhkanen, OH4UI framkvæmdastjóra SRAL ritað á íslensku. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 19 =