Entries by TF3JB

,

AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

Airspy R2 SDR viðtækið í Perlunni í Reykjavík komst í lag í dag, 21. janúar. Það hafði verið úti í nokkurn tíma vegna bilunar. Tiðnispan þess er frá 24 MHz til 1800 MHz. Vefslóð: http://perlan.utvarp.com/ Þakkir til Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ. KiwiSDR viðtækið á Raufarhöfn verður væntanlega komið í lag fyrir kvöldið (21. janúar) en […]

,

ÁFRAM LOKAÐ Í SKEJANESI 20. JANÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 20. janúar. Ákvörðunin byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem gildir til 2. febrúar n.k. þar sem fjöldatakmarkanir miðast nú við mest 10 manns. Og ennfremur til yfirlýsingar ríkislögreglustjóra frá 11. þ.m. janúar, um neyðarstig almannavarna vegna Covid-19, sem enn […]

,

VERKEFNIÐ Í HÖFN Í SKELJANESI

Aftur mættu menn í Skeljanes í birtingu í morgun, laugardaginn 15. janúar. Verkefni dagsins var að ljúka við að treysta loftnetsvirki TF3IRA. Það gekk eftir og var aðgerðum lokið um kl. 13. Turn, loftnet og rótor eiga því að standast íslenskt vetrarveður á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS hafði hannað og smíðað öflugan ramma sem boraður […]

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF þar sem frestur rennur ekki út fyrr en um helgina. Nýja blaðið kemur út sunnudaginn 28. janúar n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem […]

,

BRÁÐABIRGÐAVIÐGERÐ LOKIÐ

Vaskur hópur félagsmanna mætti í Skeljanes í birtingu í morgun (13. janúar) til að treysta loftnetsvirki TF3IRA og var aðgerðum lokið kl. 15. Það hefur nú verið tryggt til bráðabirgða. Verkefninu verður síðan lokið við fyrsta tækifæri. Georg Kulp, TF3GZ byrjaði fyrstur og rauf op í bárujárnsvegginn (sjávarmegin) á lóðinni til að opna aðgang að […]

,

LOFTNETSVANDRÆÐI Í SKELJANESI

Um kl. 14 í dag, 12. janúar, uppgötvaðist að einn af þremur fótum turnsins sem heldur uppi 4 staka OptiBeam YAGI loftneti TF3IRA hafði brotnað í veðrinu en mjög hvasst hefur verið í Skeljanesi sem og annarsstaðar á landinu undanfarið. Annar fótur turnsins virðist einnig vera laskaður. Vegna þessa hallar turninn sjáanlega, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. […]

,

LOKAÐ Í SKEJANESI 13. JANÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 13. janúar. Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi mikillar útbreiðsla faraldursins í þjóðfélaginu, þar sem ríkislögreglustjóri lýsti í gær, 11. janúar, yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid-19 í samráði við […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) í síðustu viku ársins 2021; 26.-31. desember. Alls fengu 19 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), RTTY og tali (SSB) á 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60, 80 og  160 […]

,

TRYGGVI G. VALGEIRSSON TF3TI ER LÁTINN

Tryggvi Garðar Valgeirsson, TF3TI hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum frá Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF1A og Hans Konrad Kristjánssyni, TF3FG andaðist hann á hjartadeild Landspítalans í gær, 5. janúar. Tryggvi Garðar var á 57. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 280. Um leið og við minnumst Tryggva með þökkum og virðingu færum […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað 2021, kemur út 28. janúar n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur […]