,

LOFTNETSVANDRÆÐI Í SKELJANESI

Um kl. 14 í dag, 12. janúar, uppgötvaðist að einn af þremur fótum turnsins sem heldur uppi 4 staka OptiBeam YAGI loftneti TF3IRA hafði brotnað í veðrinu en mjög hvasst hefur verið í Skeljanesi sem og annarsstaðar á landinu undanfarið. Annar fótur turnsins virðist einnig vera laskaður. Vegna þessa hallar turninn sjáanlega, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir.

Benedikt Sveinsson, TF3T (sem býr í nágrenninu) var snöggur á staðinn með bönd og strekkjara og upp úr kl. 15 var vinnu lokið við að treysta turninn eins vel og hægt var. Ákveðið var á þeim tímapunkti að gera ekki meira í dag, enda stutt í myrkur.

Sérstakar þakkir til Benedikts, TF3T fyrir verðmæta aðstoð. Ennfremur til Guðmundar Birgis Pálssonar, TF3AK sem mætti á staðinn með keðjur og strekkjara og til þeirra fjölmörgu sem hringdu og buðu fram aðstoð. Næsta skref er að hefjast handa á morgun þegar birtir.

Turninn og loftnetið var sett upp í nóvember 2018 og hefur reynst vel.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 12. janúar. Guðmundur Birgir TF3AK sést á myndinni.
Skeljanesi 12. janúar kl. 15. Annað sjónarhorn. Aðgerðum lokið í dag. Benedikt TF3T virðir fyrir sér turnfestinguna. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − twelve =