Entries by TF3JB

,

NÝJUNG Á HEIMASÍÐU ÍRA

Opnunarsíða heimasíðunnar hefur verið uppfærð. Í dálknum hægra megin er ný fyrirsögn: SDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ. Þar undir eru vefslóðir á SDR viðtækin fjögur hér á landi sem eru í boði yfir netið, þ.e. Bláfjöll, Bjargtanga, Raufarhöfn og Perluna. Aðeins neðar er fyrirsögnin TENGLAR. Þar undir eru vefslóðir á þrjár nýjustu ársskýrslur félagsins og þar […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 2. DESEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 2. desember frá kl. 20-22:00. Athugið að grímuskylda er í húsnæðinu. Kaffiveitingar verða ekki í boði. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og  QSL herbergi verða opin, en fjöldi félaga þar er takmarkaður. Þessar kröfur eru gerðar í ljósi gildandi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna Covod-19 – en sér í […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 23.-29. nóvember 2021. Samskonar samantektir hafa verið gerðar í átta skipti fyrr á þessu ári. Alls fengu 16 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW) og tali […]

,

GÓÐAR UMRÆÐUR 25. NÓVEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 25. nóvember. Þetta var annað opnunarkvöldið í röð í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni. Góðar umræður voru í félagsaðstöðunni fram til […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐA ÍRA 25. NÓVEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. nóvember frá kl. 20:00. Athugið að grímuskylda er í húsnæðinu. Fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið en mest 3 samtímis og  QSL herbergi en mest 2 samtímis. Kaffiveitingar verða ekki í boði. Þessar kröfur eru gerðar í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna Covod-19 – en sér […]

,

VERÐSKRÁ QSL STOFU HÆKKAR 1. DESEMBER

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA QSL Bureau hefur tilkynnt stjórn félagsins um fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá stofunnar. Forsendur hafa verið skoðaðar og hefur verið ákveðið að kostnaður fyrir hvert kort hækki frá og með 1. desember 2021 í 12 krónur. Gjaldskráin hækkaði síðast 15. apríl 2019, úr 9,50 í 10 krónur fyrir hvert QSL […]

,

CQ WW DX KEPPNIN 2021 Á MORSI

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 27.-28. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á […]

,

ÍRA FÆRT LISTAVERK AÐ GJÖF

75 ára afmæli félagsins Íslenskir radíóamatörar, ÍRA. Afmælisgjöf frá ORG – Ættfræðiþjónustunni ehf. Oddur Helgason framkvæmdastjóri ORG – Ættfræðiþjónustunnar ehf., afhenti Jónasi Bjarnasyni, TF3JB formanni ÍRA listaverk í tilefni 75 ára afmælis félagsins í Skeljanesi 17. nóvember s.l. Afhending fór fram að viðstaddri stjórn ÍRA. Verkið ber nafnið „Bylgjur“ og er eftir listamanninn Lúkas Kárason. […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 18. NÓVEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. nóvember. Þetta var fyrsta opnunarkvöldið í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni. Menn áttu þó góða stund í félagsaðstöðunni enda ætíð […]

,

GÓÐ SENDING FRÁ USKA

ÍRA barst í gær (17. nóvember) stór pakki frá landsfélagi radíóamatöra í Sviss, USKA. Um er að ræða árganga félagsblaðs þeirra, HBradio, fyrir árin 2016-2021. USKA gefur út 6 tölublöð á ári og er hvert blað 50-80 bls. að stærð. Ný blöð munu hverju sinni berast til félagsins í pósti, það næsta í desember. Blaðið […]