,

NÝJUNG Á HEIMASÍÐU ÍRA

Opnunarsíða heimasíðunnar hefur verið uppfærð.

Í dálknum hægra megin er ný fyrirsögn: SDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ. Þar undir eru vefslóðir á SDR viðtækin fjögur hér á landi sem eru í boði yfir netið, þ.e. Bláfjöll, Bjargtanga, Raufarhöfn og Perluna.

Aðeins neðar er fyrirsögnin TENGLAR. Þar undir eru vefslóðir á þrjár nýjustu ársskýrslur félagsins og þar fyrir neðan er slóð á undirsíðu CQ TF með öllum félagsblöðunum frá árinu 1964.

Þakkir fá Ölvir Styrr Sveinsson, TF3WZ og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS fyrir innsetninguna.

Það er von okkar að þessi breyting verði til þæginda fyrir félagsmenn.

Stjórn ÍRA.

Skjáskot úr KiwiSDR viðtæki eins og eru í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn. Þau eru fyrir viðtöku frá 10 kHz til 30 MHz. Hliðstæð mynd kemur fram á Airspy R2 SDR viðtækinu í Perlunni sem þekur tíðnisviðið frá 24-1800 MHz.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × four =