,

SKELJANES FIMMTUDAG 18. NÓVEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. nóvember.

Þetta var fyrsta opnunarkvöldið í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni.

Menn áttu þó góða stund í félagsaðstöðunni enda ætíð næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði okkur áhugavert radíódót.

Alls komu 9 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Allir með grímu og setið dreift. Frá vinstri: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Óskar Sverrisson TF3DC, Gerog Kulp TF3GZ, Þórður Adolfsson TF3DT og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Nýja HBradio blaðið frá Sviss skoðað. Georg sá m.a. frásögn frá Íslandi og ljósmyndir af þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A í nýjasta tölublaðinu; nr. 5/2021.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði okkur radíódót, m.a. tölvur, tölvuskjái og tvö eldri tæki, 100W VHF sendi og loftnets-aðlögunarrás. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + thirteen =