,

CQ WW DX KEPPNIN 2021 Á MORSI

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 27.-28. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk.

Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Þetta er stærsta alþjóðlega keppni ársins á morsi. Í boði eru 66 mismunandi keppnisflokkar (tveir nýir bætast við í ár, „Explorer“ og „Youth“).

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heimasíða keppninnar: https://www.cqww.com/index.htm
Keppnisreglur: https://www.cqww.com/rules

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + eighteen =