,

SÉRHEIMILD Á 160 METRUM ENDURNÝJUÐ

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FS) í dag 7. desember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2022. Heimildin nær til eftirtalinna keppna:

CQ WW 160 metra keppnin á CW – 28.-30. janúar 2022.
ARRL International DX keppnin á CW – 19.-20. febrúar 2022.
CQ WW 160 metra keppnin á SSB – 25.-27. febrúar 2022.
ARRL International DX keppnin á SSB – 5.-6. mars 2022.
CQ WW WPX keppnin á SSB – 26.-27. mars – 2022.
CQ WW WPX keppnin á CW – 28.-29. maí 2022.
IARU HF World Champinship keppnin á CW/SSB 9.-10. júlí 2022.
CQ WW DX keppnin á SSB 29.-30. október 2022.
CQ WW DX keppnin á CW 26.-27. nóvember 2022.
ARRL 160 metra DX keppnin 2.-4. desember 2022.

Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur forgang til notkunar tíðna á þessu tíðnibili. Um þessa notkun gilda sömu kröfur og gilda fyrir tíðnisviðið 1810-1850 kHz í reglugerð, en aukin skilyrði Fjarskiptastofu eru eftirfarandi:

  • Heimild er einvörðungu veitt þann tíma sem tilgreindar alþjóðlegar keppnir standa yfir.
  • G-leyfishafar hafa heimild til að nota fullt afl, allt að 1kW. N-leyfishafar njóta sömu tíðniréttinda, en aflheimild miðast við mest 10W.

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til PFS á hrh@fjarskiptastofa.is Það nægir að senda eina umsókn sem þar með gildir fyrir allar 10 keppnirnar á árinu 2022.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 3 =