,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 4. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 4. nóvember fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Veglegar kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar.

Umræðuþema: Alþjóðakeppnir. CQ WW DX SSB keppnin 2021. Frestur til að skila keppnisgögnum rennur út á föstudag, en þegar var búið að skila inn fyrir þessi kallmerki í dag: TF2CT, TF2LL, TF2MSN, TF3AO, TF3DC, TF3IRA, TF3JB, TF3T, TF3VS og TF8KY.

Tvær stórar alþjóðakeppnir verða í þessum mánuði: WAE DX keppnin á RTTY 14.-15. nóvember og CW WW DX CW keppnin 27.-28. nóvember n.k.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Fimmtudagurinn 4. nóvember er annað opnunarkvöld okkar á þessum vetri. í tilefni þess var settur rauður dúkur á stóra fundar-borðið. Brúna bastkarfan verður fyllt af góðgæti og veglegar kaffiveitinar verða í boði.
Hluti af radíódótinu í ganginum í Skeljanesi. Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði okkur þrjú ný 19″ stýritæki sem sjá má efst fyrir miðju myndar. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 3 =