,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ ERU MIKILVÆG

Alls eru fjögur viðtæki yfir netið í boði hér á landi. Þrjú KiwiSDR viðtæki þekja tíðnisviðið frá 10 kHz til 30 MHz. Þau eru staðsett í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn. Fjórða viðtækið yfir netið er staðsett í Perlunni í Öskuhlíð í Reykjavík. Það er Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz. Vefslóðir á viðtækin fjögur sem í dag eru virk yfir netið:

Bláfjöll: http://bla.utvarp.com:8080/
Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com
Perlan: http://perlan.utvarp.com

Í nýliðnum októbermánuði var nokkuð um bilanir í búnaði tækjanna en það er vaskur hópur manna sem leggja metnað í að halda þeim í gangi (svo ekki sé talað um tíma og fjármuni). Þetta eru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Karl Georg Karlsson TF3CZ, Árni Helgason TF4AH (Patreksfirði) og Rögnvaldur Helgason TF3-Ø55 (Raufarhöfn).

Félagið metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + 17 =