,

SKELJANES FIMMTUDAGINN 11.11.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember. Sérstakur gestur var Baldur Sigurðsson, TF6-009 félagsmaður okkar á Reyðarfirði (áður Egilsstöðum).

Mikið var rætt um loftnet, þ.á.m. dípóla og balun, vertíkala og Yagi lofnet. Einnig rætt um deltur sem geta verið spennandi lausn fyrir marga og m.a. vísað í fróðlega grein TF3KB sem birtist í næst síðasta hefti CQ TF (3. tbl. 2021).

Rætt um skilyrðin, en um helgina er síðasta stóra RTTY keppni ársins (WAE) á HF. Að mörgu leyti mjög áhugaverð keppni og vinsæl. Margir eru ánægðir með að 80 metrarnir eru lægsta band í keppninni því fæstir sem búa í þéttbýli hafa tök á að setja upp vel nothæft DX loftnet á því bandi.

Góð mæting var miðað við hve Covid-19 faraldurinn er að ná sér á strik, en 12 félagar komu í Skeljanes þetta frostmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Vefslóð á 3. tbl. CQ TF 2021: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf

Nýjustu tímaritunum flett yfir kaffinu við stóra fundarborðið. Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH.
Georg Kulp TF3GZ og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS í herbergi QSL stofunnar á 2. hæð.
Georg Kulp TF3GZ, Baldur Sigurðsson TF6-009 og Þórður Adolfsson TF3DT í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Georg Kulp TF3GZ, Björgvin Víglundsson TF3BOI og Baldur Sigurðsson TF6-009. Bjögvin er m.a. að velta fyrir sér kaupum á nýrri HF sendi-/móttökustöð um þessar mundir.
Við stóra fundarborðið. Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Kjartan Birgisson TF1ET og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 5 =