,

FLÓAMARKAÐURINN Á SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17.

Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Félagsmenn geta fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og félagar í sal). Vefslóð:  https://meet.google.com/wzr-rwwe-uud   Notað verður forritið „Google Meet“.

Eftirfarandi skilaboð hafa borist:

Ég hef áhuga á að selja á flóamarkaðnum fyrir hönd dánarbús leyfishafa:
Kenwood TS-120V, 10W HF stöð.  Sendir út á böndum 80m, 40m, 20m og 10m (28, 28.5, 29 og 29.5).

Stöðin virkar fínt, seljandi TF8KY hafði sambönd við TF4WD (Sauðakrókur 80m, LSB), Rússland (RW1F) 20m USB, Finnland (OG66X) 20m USB, Frakkland (F4IVV) 20m USB, Búlgaríu (LZ2YO) 20m USB, Lettland (YL8M) 20m USB og Ítalíu (IZ6BXV/QRP) 20m USB í gærkvöldi 06.05.2023.

Stöðinni fylgir borðhljóðnemi, SHURE Brothers INC Model #450, Amerískur hljóðnemi.  Einnig fylgir 15A switched mode PSU.  Pakki tilbúinn í loftið, ( just add antenna ;-) ) Lágmarksboð 20þ í allan pakkann.

Einnig til sölu deyfiliðasett í viðaröskju. Ætlaðir til að setja inn í kóax fæðilínu.  5 stk. deyfiliðir N-tengi male -> female. Merkingar:

1. 20: væntanlega 20dB deyfing
2. 10: væntanlega 10dB deyfing
3. 3D: væntanlega 3dB deyfing
4. 3D: væntanlega 3dB deyfing
5. 3D: væntanlega 3dB deyfing

Hægt að nota þá staka eða tengja í seríu. Lágmarksboð 5þ.  Seljast allir saman.(aflþol ekki vitað). Kveðja, Keli, TF8KY.

Upplýsingunum hér með komið á framfæri.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − eight =