,

VEL HEPPNAÐUR FLÓAMARKAÐUR

Jón Björnsson TF3PW tæknistjóri og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS uppboðshaldari. Nær í mynd: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Kristján Benediktsson TF3KB.

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 fór fram 7. maí í Skeljanesi og var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru félagsmenn veftengdir á Suðurlandi, Vesturlandi, Norðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu.

Markaðurinn var tvískiptur. Annars vegar var tækjum og búnaði stillt upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar fór fram uppboð samtímis á staðnum og yfir netið. Alls voru boðin upp 29 númer og seldust 25. Margir gerðu reyfarakaup og fóru viðskipti einnig fram fyrir og eftir uppboðið.

Seldar voru m.a. HF sendi-/móttökustöðvar frá Kenwood og Yaesu, auk Yaesu „All mode“ V/UHF heimastöðvar og Icom „All mode“ 50 MHz heimastöðvar. Ennfremur mælitæki og loftnet fyrir heimahús á VHF/UHF og HF, þ.m.t. magnetísk lúppa (fyrir 3-15MHz). Einnig Hamstick og Hustler bílloftnet fyrir 80M, 60M og sambyggð bílnet fyrir 80-4M frá Wilson. Og heyrnartól, netbeinar, öryggismyndavélar og samstæðir hátalarar.

Alls tóku 40 manns þátt í viðburðinum, 31 þátttakandi var á staðnum og 9 tengdir yfir netið.

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir til þeirra Vilhjálms Í. Sigurjónssonar uppboðshaldara og Jóns Björnssonar, TF3PW tæknistjóra sem stóðu sig með afbrigðum vel.

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS býður upp “magnitísku lúppuna” fyrir 3-15 MHz (þrífóturinn fylgdi).
Yaesu FT-101Z 100W HF stöð, FV-101Z og SP 901. National NCL-2000 RF magnari fyrir 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndin. Þar ofaná: Motorola UHF bílstöð, 100W. Harris RF 302R stjórnkassi fyrir 200W aðlögunarrásina (sjá kassan undir borðinu). Kenwood TS-120V 10W HF stöð ásamt Shure 450 Series II borðhljóðnema og aflgjafa. Fyrir framan stöðina: 5 RF VHF/UHF deyfiliðir í trékassa. Icom IC-551 50 MHz “All mode” stöð. Yaesu FT-726R 10W “all mode” stöð á 2M/6M/70CM. Á bak við Kenwood stöðina er Yaesu FT-900 100W HF stöð (sem sést ekki á myndinni).
Myndir sýnir inn í Harris RF 302R 200W loftnetsaðlögunarrásina.
Sýnishorn af radíódóti í eigu félagsins sem var gefins á flóamarkaðnum.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A var með gott úrval af loftnetum til sölu við hagstæðu verði. Á mynd: Svanur Hjálmarsson TF3AB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Þröstur Ingi Antonsson TF8-019. Fjær: Andrés Þórarinsson TF1AM og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Höskuldur Elíasson TF3RF, Mathías Hagvaag TF3MH, Ágúst Sigurðsson TF3AU, Bernhard M. Svavarsson TF3BS og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Jón Björnsson TF3PW og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Daggeir Pálsson TF7DHP, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six − 1 =