Entries by TF3JB

,

AF VIÐTÆKJUM YFIR VEFINN

KiwiSDR vitæki TF3GZ á Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz) varð QRV á ný í gær (30. september). Viðtækið hafði verið úti í um vikutíma þar sem rafmagnið hafði slegið út. Þakkir til Rögnvaldar Helgasonar sem er búsettur þar á staðnum sem gangsetti tækið. Vefslóðir á KiwiSDR viðtækin þrjú sem í dag eru virk yfir netið: Raufarhöfn: […]

,

FJARNÁMSKEIÐI ÍRA FRESTAÐ

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi 28. september að fresta auglýstu námskeiði til amatörleyfis, sem átti að hefjast 4. október n.k. og ljúka með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Ástæðan er lítil þátttaka, en aðeins þrír skráðu sig og greiddu námskeiðsgjald. Þeir fá nú endurgreitt. Næsta námskeið verður í boði í febrúar til maí 2022. Athugað verður […]

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI Í CQ TF

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF þar sem frestur rennur ekki út fyrr en 30. september n.k. Nýja blaðið kemur út sunnudaginn 17. október n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni […]

,

OCEANIA DX SSB KEPPNIN 2021

76. Oceania DX keppnin á SSB verður haldin um næstu helgi, 2.-3. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 2. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 3. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 30. SEPTEMBER

. Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofan á 2. hæð verða opin. QSL stjóri tæmir pósthólf félagsins alla miðvikudaga þannig að nýjustu kortasendingarnar hafa verið færð í hús og flokkaðar. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, […]

,

SAC KEPPNIN Á MORSI 2021

Scandinavian Activity keppnin (SAC) – CW hluti – fór fram helgina 18.-19. September s.l. Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis. Frestur til að skila keppnisgögnum rann út á miðnætti á föstudag. Gögnum var skilað til […]

,

SKEMMTILEGT KVÖLD Í SKELJANESI

Ánægjulegt félagskvöld. Góð mæting. Fjörugar umræður og menn hressir. Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 færði í hús stóra rjómatertu frá Reyni bakara í Kópavogi sem stundum er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Sagðist hann vilja deila henni með félögunum því hann ætti 71 árs afmæli þennan fimmtudag. Menn létu ekki segja sér það tvisvar,  og […]

,

VERÐLAUNA- OG VIÐURKENNINGAHAFAR 2021

Úrslit í fjarskiptaviðburðum félagsins á árinu 2021 liggja nú fyrir: PÁSKALEIKAR ÍRA 2.-4. APRÍL 2021. 1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.2. sæti. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.3. sæti. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN. VHF/UHF LEIKAR ÍRA 9.-11. JÚLÍ 2021. 1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.2. sæti. Magnús Ragnarsson, TF1MT.3. sæti. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, TF ÚTILEIKAR ÍRA 31. […]

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 16.-22. september 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí, júní og ágúst á þessu ári. Alls fengu 13 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRLEYFIS 4. OKTÓBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet. Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið […]