,

FJARNÁMSKEIÐI ÍRA FRESTAÐ

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi 28. september að fresta auglýstu námskeiði til amatörleyfis, sem átti að hefjast 4. október n.k. og ljúka með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Ástæðan er lítil þátttaka, en aðeins þrír skráðu sig og greiddu námskeiðsgjald. Þeir fá nú endurgreitt.

Næsta námskeið verður í boði í febrúar til maí 2022. Athugað verður með að bjóða samtímis, staðarnámskeið í Háskólanum í Reykjavík og fjarnámskeið yfir netið.

Komi í ljós áhugi fyrir að sitja próf til amatörleyfis án undangengins námskeiðs, mun félagið taka það mál upp við Fjarskiptastofu að efnt verði til prófs til amatörleyfis 11. desember n.k.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × three =